Málsnúmer 2206019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Skotfélag Snæfellsness sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vatnsbóli og vatnslögn að félagshúsi sínu í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði. Svæði Skotgrundar er í eigu sveitarfélagsins og er vatnið í dag flutt þangað á tönkum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdarleyfi fyrir vatnstöku úr fjallinu, þ.e. vatnssöfnun í vatnsból og vatnslögn að félagshúsinu. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi með fyrirvara um starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, sé gerð krafa um það.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Lögð fram til umræðu endurnýjun framkvæmdaleyfis vegna vatnsbóls.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 28. júní 2022 að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.



Skotgrund fyrirhugar að hefja framkvæmdir nú á næstu vikum. Ekki hafa orðið neinar breytingar frá fyrri áætlunum.



Skv. 2. mgr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fellur framkvæmdaleyfi úr gildi ef framkvæmdir hefjast ekki innan 12 mánaða og er því málið lagt fyrir að nýju.



Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé minniháttar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga.

Lagt er til við bæjarstjórn að gjöld vegna endurnýjaðrar umsóknar falli niður.