Lögð fram til umræðu endurnýjun framkvæmdaleyfis vegna vatnsbóls.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 28. júní 2022 að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum skilyrðum.
Skotgrund fyrirhugar að hefja framkvæmdir nú á næstu vikum. Ekki hafa orðið neinar breytingar frá fyrri áætlunum.
Skv. 2. mgr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fellur framkvæmdaleyfi úr gildi ef framkvæmdir hefjast ekki innan 12 mánaða og er því málið lagt fyrir að nýju.