Málsnúmer 2409015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 261. fundur - 29.10.2024

Lögð fram fyrirspurn frá lóðarhafa Grundargötu 84 um hvort samþykkt yrði að byggja "óhefðbundinn bílskúr", sunnan við íbúðarhús hans, sbr. framlögð gögn.



Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki á þessum tímapunkti athugasemd við gerð og útlit hússins skv. skissu, en telur að staðsetning svo nærri Grundargötu samrýmist ekki gr. 6.2.1. í byggingarreglugerð 112/2012, en þar segir: "Bygging á lóðarmörkum að gangstétt, við gatnamót eða að almennum gangstíg má aldrei hindra útsýni yfir götu eða gangstíg þar sem gera má ráð fyrir akandi umferð." Ennfremur eru engar byggingar svo nærri Grundargötu á öllum vestari hluta hennar.

Yrði sótt um byggingarleyfi á þessari staðsetningu og framkvæmdin sett í grenndarkynningu má búast við að grenndarkynna þyrfti Vegagerðinni og þó nokkrum fjölda eigenda íbúða á Grundargötu vestan Fjölbrautaskólans.