Lögð fram fyrirspurn frá eigendum Sólbakka um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar B.
Í gildandi deiliskipulagi er á lóð B gert ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 50 m2 smáhýsi og hesthúsi, á þremur byggingarreitum.
Eftir breytingu yrðu á lóð B íbúðarhús og tvö 30 m2 smáhýsi/útleiguhús.
Fyrirspurn lýtur einnig að því að breyta þremur byggingarreitum í einn sameiginlegan.
Því muni að líkindum fara um þessa breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þegar nýr skipulagsuppdráttur hefur borist, með framangreindri breytingu, fari því fram grenndarkynning í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.