Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti á árinu 2024 að lóðum á svonefndum miðbæjarreit verði úthlutað sameiginlega. Reiturinn er myndaður úr fjórum samliggjandi lóðum sem markast af Grundargötu, Hrannarstíg og Hamrahlíð, samtals um 2700 m2. Um er að ræða lóðir nr. 31 og 33 við Grundargötu og nr. 6 og 8 við Hamrahlíð. Lóðirnar eru afar vel staðsettar við megingatnamót, í miðbæ.
Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar, rammahluta, er í kafla 8.1. fjallað um miðbæ og m.a. er sett fram stefna um uppbyggingu á þessum miðbæjarlóðum.
Vilji bæjarstjórnar hefur verið til þess að auglýsa reitinn og kynna tækifærin sem felast í uppbyggingu á honum fyrir áhugasömum samstarfsaðilum um þróun á reitnum.
Til umræðu er hjá skipulags- og umhverfisnefnd hvernig starfsemi hún telji að henti best á reitnum, þ.e. hvaða forsendur eigi að leggja til grundvallar nýtingu á miðbæjarsvæði, með framtíðarhagsmuni bæjarbúa í huga.
Til kynningar og umræðu í nefndinni er lagt fram vinnuskjal þar sem sett er fram lýsing á reitnum og þrjár sviðsmyndir um uppbyggingu þar. Með sviðsmyndunum er ætlunin að auðvelda nefndinni og bæjarfulltrúum að taka afstöðu til þess hvaða starfsemi henti best að hafa á reitnum og hvernig eigi að undirbúa uppbyggingu þar.
Gestir undir þessum dagskrárlið eru Herborg Árnadóttir sem undirbjó vinnuskjalið, Halldóra Hreggviðsdóttir (að hluta) og Ingvar Örn Ingvarsson ráðgjafi vegna kynningarmála.
Gestir
- Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 16:00
- Ingvar Örn Ingvarsson, Cohn og Wolfe - mæting: 16:00
- Herborg Árnadóttir, Alta - mæting: 16:00
Dagskrárliður nr. 2 er tekinn fyrir í upphafi fundar, síðan liður nr. 1 og svo áfram.