Grundarfjarðarhöfn hefur lagt inn umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sunnanvert við hús hafnarinnar að Nesvegi 2 og að litlu leyti þaðan upp til vesturs, í átt að Nesvegi.
Í gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis er gert ráð fyrir byggingarreit sunnanvert við hafnarhúsið. Viðbygging fer 3,2 m út fyrir byggingarreitinn til vesturs, meðfram 11,6 m langri viðbyggingunni til suðurs, eða um 37 m2. Í deiliskipulagi sem auglýst var 2023 og senn tekur gildi, er gert ráð fyrir stærri byggingarreit lóðarinnar (sem þar ber heitið Nesvegur 2A) þannig að hann nái yfir viðbygginguna skv. fyrirhuguðum byggingaráformum. Engar athugasemdir bárust við þessi áform á auglýsingatíma deiliskipulagsins.
Grundarfjarðarhöfn óskar eftir samþykki fyrir viðbyggingu við hafnarhúsið skv. framlagðri teikningu.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/-heimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br., með fyrirvara um grenndarkynningu og afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.