Málsnúmer 2412011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 263. fundur - 11.12.2024

Grundarfjarðarhöfn hefur lagt inn umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sunnanvert við hús hafnarinnar að Nesvegi 2 og að litlu leyti þaðan upp til vesturs, í átt að Nesvegi.



Í gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis er gert ráð fyrir byggingarreit sunnanvert við hafnarhúsið. Viðbygging fer 3,2 m út fyrir byggingarreitinn til vesturs, meðfram 11,6 m langri viðbyggingunni til suðurs, eða um 37 m2. Í deiliskipulagi sem auglýst var 2023 og senn tekur gildi, er gert ráð fyrir stærri byggingarreit lóðarinnar (sem þar ber heitið Nesvegur 2A) þannig að hann nái yfir viðbygginguna skv. fyrirhuguðum byggingaráformum. Engar athugasemdir bárust við þessi áform á auglýsingatíma deiliskipulagsins.



Grundarfjarðarhöfn óskar eftir samþykki fyrir viðbyggingu við hafnarhúsið skv. framlagðri teikningu.



Skipulags og umhverfisnefnd telur umrædda breytingu (bygging út fyrir byggingarreit) óverulega og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi, sem útbúin verður, í samræmi við framlögð byggingaráform/teikningu. Með tillöguna verði farið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og hún grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir eigendum að Nesvegi 1, 3 og Borgarbraut 1. Skipulagsfulltrúa er falin umsýsla þessa máls og að leggja fram tillögu þegar hún liggur fyrir, til grenndarkynningar skv. 44. grein skipulagslaga

Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/-heimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br., með fyrirvara um grenndarkynningu og afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 264. fundur - 14.01.2025

Á 263. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 11. desember sl. var tekin fyrir umsókn Grundarfjarðarhafnar um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Nesvegi 2, og var niðurstaðan sú að grenndarkynna þyrfti byggingaráformin skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Var skipulagsfulltrúa falin umsýsla málsins. Bæjarstjórn samþykkti fundargerð og afgreiðslu nefndarinnar 12. desember sl.



Við nánari skoðun þá eru þessi byggingaráform í samræmi við heimild í gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðisins, sem heimilar minniháttar útbyggingar út fyrir byggingarreit ef sýnt er fram á að lóð og bygging þoli slíka útbyggingu og að það skerði ekki gæði nágrannalóðar.



Í ljósi þessara skilmála, og með hliðsjón af því að eigendur nærliggjandi húsa/lóða hafa nú staðfest með undirritun sinni að þeir geri ekki athugasemdir við viðbygginguna, tilkynnti skipulagsfulltrúi til byggingarfulltrúa, með tölvuósti 7. janúar 2025, að hann teldi að honum væri heimilt að gefa út byggingarleyfi í samræmi við byggingarreglugerð.



Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsfulltrúa sem fram kemur í tölvupósti til hafnarstjóra 7. janúar 2025, með framangreindum rökstuðningi.