Á 263. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 11. desember sl. var tekin fyrir umsókn Grundarfjarðarhafnar um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Nesvegi 2, og var niðurstaðan sú að grenndarkynna þyrfti byggingaráformin skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Var skipulagsfulltrúa falin umsýsla málsins. Bæjarstjórn samþykkti fundargerð og afgreiðslu nefndarinnar 12. desember sl.
Við nánari skoðun þá eru þessi byggingaráform í samræmi við heimild í gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðisins, sem heimilar minniháttar útbyggingar út fyrir byggingarreit ef sýnt er fram á að lóð og bygging þoli slíka útbyggingu og að það skerði ekki gæði nágrannalóðar.
Í ljósi þessara skilmála, og með hliðsjón af því að eigendur nærliggjandi húsa/lóða hafa nú staðfest með undirritun sinni að þeir geri ekki athugasemdir við viðbygginguna, tilkynnti skipulagsfulltrúi til byggingarfulltrúa, með tölvuósti 7. janúar 2025, að hann teldi að honum væri heimilt að gefa út byggingarleyfi í samræmi við byggingarreglugerð.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi/-heimild að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br., með fyrirvara um grenndarkynningu og afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.