Málsnúmer 2405009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Lögð fram fyrirspurn um bílgeymslu, samanber deiliskipulag sem í gildi er fyrir Sólbakka. Ennfremur teikning sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu bílgeymslu.



Einnig lagt fram minnisblað, unnið að beiðni skipulagsfulltrúa, um skipulagsmál Sólbakka m.t.t. erindisins.



Umsækjandi sendi fyrirspurn um byggingu 50 m2 bílgeymslu á jörð sinni á Sólbakka, Lóð A skv. gildandi deiliskipulagi. Fyrir er á jörðinni frístundahús, en fyrirhuguð bílgeymsla er á uppdrætti sýnd vestan við húsið.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er auk frístundahúss gert ráð fyrir hesthúsi og allt að 50 m2 smáhýsi á lóð A. Lóð B gerir ráð fyrir samskonar heimildum. Byggingarreitir eru almennt rúmir innan lóðarinnar, en taka þarf tillit til þess við hönnun húsa að stórbrotin fjallasýn er frá byggingarreitum og því sérstakir skilmálar um útlit húsa og stefnu þakhalla eða mænis og stöllun húsa í landslagshalla.

Samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 73/1997 getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um óveruleg frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að bygging bílgeymslu í stað smáhýsis feli í sér óveruleg frávik frá deiliskipulagi og að breytt staðsetning (byggingarreitur) sé einnig óverulegt frávik skv. 3. mgr. 43. gr., ef útlit og frágangur uppfylla skilmála deiliskipulagsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráform fyrirspyrjanda en felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda um staðsetningu bílgeymslu, samanber skilmála deiliskipulagsins.