Málsnúmer 2407020

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 9. fundur - 12.08.2024

Eymar Eyjólfsson sækir um leyfi fyrir viðbyggingu á bílskúr við Fagurhól 10 samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum frá Rerum ehf dagsettum 16.05.2024

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 260. fundur - 15.08.2024

Sótt er um byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir stækkun til suðurs á bílskúr að Fagurhóli 10.



Á 9. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, þann 12. ágúst sl., vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.



Umsókninni fylgdu áritanir/samþykki eigenda nágrannahúsa að Fagurhóli 3, 5 og 8a, fyrir umræddum áformum.

Málið er lagt fyrir nefndina, skv. gr. 2.3.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, þar sem húsið er ekki á deiliskipulögðu svæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin og telur jafnframt, í ljósi framlagðra gagna, að grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þurfi ekki að fara fram. Skipulagsfulltrúa þó falið að kynna nágrönnum þessa afgreiðslu.

Nefndin felur jafnframt byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum greinar 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br.