Tillaga að nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 28. september sl. í samræmi við 1. og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og auglýst 11. október með athugasemdafresti til og með 24. nóvember sl. Var það gert samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags fyrir Framnes og hafnarsvæði, sbr. mál nr. 2301004, eins og fram kemur í dagskrárlið 4 hér fyrir framan.
Við gildistöku nýs deiliskipulags fyrir norðurhluta hafnarsvæðis mun falla úr gildi deiliskipulag „Framness, austan Nesvegar“. Deiliskipulagsmörk fyrir „miðsvæði hafnar“ breytast einnig þar sem hluti þess svæðis mun tilheyra deiliskipulagi hafnarsvæðis norður.
Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Rarik (barst ekki), Veitum ohf. (barst ekki) og Slökkviliði Grundarfjarðar (barst ekki). Vegna breytingar á aðalskipulagi var einnig óskað eftir umsögn Svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness (barst ekki), Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms.
Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillagnanna auk samantektar skipulagsfulltrúa um gögnin. Einnig lögð fram tillaga að svörum/viðbrögðum við umsögnum, í samræmi við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Tillagan er eingöngu lögð fram til kynningar og er til áframhaldandi vinnslu.
Engin afstaða er því tekin til efnis hennar.