Málsnúmer 2402030

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5. fundur - 29.02.2024

Eigendur að innri Látravík sækja um byggingarleyfi / heimild fyrir 5 sumarhúsum í landi Innri-Látravíkur samkvæmt uppdráttum frá W7. Hvert hús er tæpir 37m2 að stærð.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Landeigendur sækja um byggingarleyfi fyrir 5 sumarhúsum (smáhýsi) í landi Innri Látravíkur samkvæmt uppdráttum frá W7.



Með umsókn fylgja gögn, m.a. aðaluppdráttur, afstöðumynd, skráningartöflur og ljósmynd sem sýnir staðsetningu húsanna í landinu. Hvert hús er tæplega 37 m2 að stærð, með einu herbergi auk alrýmis, baðherbergis og forstofu. Notkun er skilgreind sem „gistihús“.



Í fundargerð af 5. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29. febrúar 2024, er erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.



Með vísan í framlögð gögn og minnisblað Alta dags. 21.03.2024 samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að láta fara fram grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þegar borist hefur endanleg ljósmynd sem sýnir ásýnd þegar ekið er í austurátt á Snæfellsnesvegi.
Gögnin verði send til eigenda aðliggjandi landeigna og gefinn 4 vikna frestur til athugasemda. Ef aðilar hafa lýst skriflega yfir, með áritun sinni á kynningargögn áður en 4 vikur eru liðnar, að þeir geri ekki athugasemdir við framkvæmdina þá styttist kynningartíminn að sama skapi.

Á kynningartíma verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg og Landsnets vegna legu rafstrengja.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynningu fara fram.

Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu og hafi umsagnaraðilar (Vegagerðin og Landsnet) ekki athugasemdir við byggingaráformin, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum. Ella kemur málið aftur til afgreiðslu nefndarinnar.

Gestir

  • Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsráðgjafi

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7. fundur - 26.04.2024

Á 5.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá eigendum að innri Látravík um byggingarleyfi / heimild fyrir 5 sumarhúsu í landi Innri-Látravíkur, þar sem ekki var til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.



Á 257 fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað: Með vísan í framlögð gögn og minnisblað Alta dags. 21.03.2024 samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að láta fara fram grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þegar borist hefur endanleg ljósmynd sem sýnir ásýnd þegar ekið er í austurátt á Snæfellsnesvegi. Gögnin verði send til eigenda aðliggjandi landeigna og gefinn 4 vikna frestur til athugasemda. Ef aðilar hafa lýst skriflega yfir, með áritun sinni á kynningargögn áður en 4 vikur eru liðnar, að þeir geri ekki athugasemdir við framkvæmdina þá styttist kynningartíminn að sama skapi. Á kynningartíma verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg og Landsnets vegna legu rafstrengja. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynningu fara fram. Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu og hafi umsagnaraðilar (Vegagerðin og Landsnet) ekki athugasemdir við byggingaráformin, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum. Ella kemur málið aftur til afgreiðslu nefndarinnar.



Bæjarstjórn samþykki á 284.fundi sínum afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Byggingaráform eru samþykkt, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu og veittu umsagnaraðilar jákvæða umsögn.
Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum 2.4.4.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 260. fundur - 15.08.2024

Leyfishafi tilkynnti með tölvupósti til skipulagsfulltrúa, dagsettum 27. júní sl., um breytta staðsetningu sumarhúsa. Nýr afstöðuuppdráttur hefur ekki borist.
Þar sem gögn vantar er samþykkt að fresta afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir nýrri afstöðumynd fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 262. fundur - 12.11.2024

Lagður fram til kynningar nýr uppdráttur vegna breyttrar staðsetningar orlofshúsa í Innri-Látravík, sem borist hefur skipulagsfulltrúa.

Lagður fram til kynningar nýr afstöðuuppdráttur vegna breyttrar staðsetningar smáhúsa að ósk nefndarinnar, sbr. afgreiðslu á 260. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 15. ágúst sl.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytta staðsetningu húsanna.