Landeigendur sækja um byggingarleyfi fyrir 5 sumarhúsum (smáhýsi) í landi Innri Látravíkur samkvæmt uppdráttum frá W7.
Með umsókn fylgja gögn, m.a. aðaluppdráttur, afstöðumynd, skráningartöflur og ljósmynd sem sýnir staðsetningu húsanna í landinu. Hvert hús er tæplega 37 m2 að stærð, með einu herbergi auk alrýmis, baðherbergis og forstofu. Notkun er skilgreind sem „gistihús“.
Í fundargerð af 5. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29. febrúar 2024, er erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
Gestir
- Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsráðgjafi