Lagðar fram til kynningar og umræðu, tillögur og hugmyndir að leiðum til að bæta umferðaröryggi við grunnskóla og íþróttahús.
Fram eru settar tillögur um einfaldar breytingar sem tengjast að hluta til deiliskipulagsvinnu í Ölkeldudal og geta samrýmst framtíðaráformum um uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með hinar kynntu tillögur.
Bæjarstjóra er falið útfæra tillögurnar og koma til framkvæmda í samstarfi við áhaldahús.
Bæjarráð lýsir ánægju með tillögurnar og er bæjarstjóra falið að skoða hvernig hrinda megi þeim í framkvæmd.