Olíudreifing hefur óskað eftir framtíðaraðstöðu á norðurhluta hafnarsvæðis Grundarfjarðarhafnar.
Nú liggur fyrir staðfesting Skipulagsstofnunar á endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir þann hluta hafnarsvæðisins.
Þar sem staðfesting Skipulagsstofnunar á endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði norður liggur fyrir, samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd fyrir sitt leyti að fela skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra umboð til að ræða við Olíudreifingu um óskir þeirra á svæðinu, í samvinnu við hafnarstjórn/hafnarstjóra, og leiðbeina um framhald málsins.