255. fundur 29. desember 2023 kl. 12:00 - 16:45 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Kristín Þorleifsdóttir (KÞ) sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2109027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2023.

2.Grundargata 90 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer

Byggingarfélagið Djúpá ehf. sækir um lóð við Grundargötu 90 fyrir einbýlishús.



Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði sem í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB-4). Í skipulagsskilmálum fyrir ÍB-4 segir að "[heimilt sé] að byggja íbúðarhús sem falla vel að þeirri byggð sem fyrir er s.s. hvað varðar hæð húsa."



Í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir jafnframt að "Þegar sótt [sé] um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn [...] ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr."

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni við Grundargötu 90 til íbúðarbyggingar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum frá 14. desember 2023.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum eftirfarandi fasteigna: Grundargötu 69, 84, 86, 88, 92 og 94.

3.Grundargata 82 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2312019Vakta málsnúmer

Byggingarfélagið Djúpá ehf. sækir um lóð við Grundargötu 82 fyrir einbýlishús.



Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði sem í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB-4). Í skipulagsskilmálum fyrir ÍB-4 segir að "[heimilt sé] að byggja íbúðarhús sem falla vel að þeirri byggð sem fyrir er s.s. hvað varðar hæð húsa."



Í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir jafnframt að "Þegar sótt [sé] um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn [...] ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu, sbr. 2. og 3. mgr. 43. gr."

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni við Grundargötu 82 til íbúðarbyggingar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum frá 14. desember 2023.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum eftirfarandi fasteigna: Grundargötu 65, 67, 69, 76, 78, 80, 84 og 86.

4.Framnes og hafnarsvæði - Aðalskipulagsbreyting 2023

Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Framness og hafnarsvæðis var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 28. september sl. í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst 11. október með athugasemdafresti til og með 24. nóvember sl. Samhliða var auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis (mál 2301003).



Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Rarik (barst ekki), Veitum ohf. (barst ekki) og Slökkviliði Grundarfjarðar (barst ekki). Vegna breytingar á aðalskipulagi var einnig óskað eftir umsögn Svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness (barst ekki), Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms.



Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillagnanna auk samantektar skipulagsfulltrúa um gögnin.

Ennfremur lögð fram tillaga að svörum/viðbrögðum við umsögnum.



Framangreint verður einnig lagt fyrir hafnarstjórn og bæjarstjórn.

Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um framlagðar umsagnir og athugasemdir. Nefndin samþykkir tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra tillögu að breytingu aðalskipulags með þeim minniháttar lagfæringum sem felast í framangreindum svörum/viðbrögðum nefndarinnar, senda í gegnum skipulagsgátt svör nefndarinnar til þeirra sem gert höfðu athugasemdir, og að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn að senda Skipulagsstofnun gögnin og ljúka tilheyrandi birtingum, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Hafnarsvæði norður - nýtt DSK 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Tillaga að nýju deiliskipulagi hafnarsvæðis var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 28. september sl. í samræmi við 1. og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og auglýst 11. október með athugasemdafresti til og með 24. nóvember sl. Var það gert samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags fyrir Framnes og hafnarsvæði, sbr. mál nr. 2301004, eins og fram kemur í dagskrárlið 4 hér fyrir framan.



Við gildistöku nýs deiliskipulags fyrir norðurhluta hafnarsvæðis mun falla úr gildi deiliskipulag „Framness, austan Nesvegar“. Deiliskipulagsmörk fyrir „miðsvæði hafnar“ breytast einnig þar sem hluti þess svæðis mun tilheyra deiliskipulagi hafnarsvæðis norður.



Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Rarik (barst ekki), Veitum ohf. (barst ekki) og Slökkviliði Grundarfjarðar (barst ekki). Vegna breytingar á aðalskipulagi var einnig óskað eftir umsögn Svæðisskipulagsnefndar Snæfellsness (barst ekki), Snæfellsbæjar og Sveitarfélagsins Stykkishólms.



Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillagnanna auk samantektar skipulagsfulltrúa um gögnin.

Ennfremur lögð fram tillaga að svörum/viðbrögðum við umsögnum.



Framangreint verður einnig lagt fyrir hafnarstjórn og bæjarstjórn.

Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um framlagðar umsagnir og athugasemdir. Nefndin samþykkir tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að uppfæra deiliskipulagstillögu með þeim minniháttar lagfæringum sem felast í framangreindum svörum/viðbrögðum nefndarinnar, senda í gegnum skipulagsgátt svör nefndarinnar til þeirra sem gert höfðu athugasemdir, og að fenginni staðfestingu í bæjarstjórn að senda Skipulagsstofnun gögnin og ljúka tilheyrandi birtingum, sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Framnes - nýtt deiliskipulag 2023

Málsnúmer 2301002Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri gerðu grein fyrir framvindu deiliskipulagsvinnunnar frá síðasta fundi nefndarinnar.

7.Iðnaðarsvæði við Kverná - skipulagslýsing v. aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags 2023

Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma skipulagslýsingar 29.11-27.12.2023 ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að svörum nefndarinnar.



Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember 2023 að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og heildarendurskoðunar á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýst var 29. nóvember og var athugasemdafrestur vegna skipulagslýsingarinnar til og með 27. desember 2023. Opið hús var haldið til kynningar tillögunni í Ráðhúsi Grundarfjarðar, þann 20. desember sl.



Skipulagssvæðið stækkar úr 4,1 ha í 10,1 ha. Einnig verður skoðað hvort skipulagsmörk við aðveitustöð breytist.



Í aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að efnistökusvæði (E-3) verði fellt út og allt svæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði (I-3), sem stækkar sem því nemur. Svæðið stækkar einnig til vesturs þar sem efnistaka hefur farið lítillega út fyrir skilgreint efnistökusvæði inn á reit fyrir opið svæði (OP-5), sem minnkar sem því nemur.



Í samræmi við gildandi aðalskipulag, verður lögð áhersla á vel skipulagt og aðlaðandi atvinnusvæði svo að atvinnulíf fái að þrífast sem best og að gerðar verði strangar kröfur um frágang enda sé svæðið staðsett við aðkomu að þéttbýlinu.



Meginmarkmið deiliskipulagsins eru að fjölga lóðum á vestur- og suðurhluta svæðisins þar sem efni hefur verið tekið úr námu. Áhersla verður lögð á sveigjanleika og fjölbreytileika í lóðastærðum og byggingarheimildum og stuðla þannig að betri landnýtingu og framboði lóða fyrir fjölbreytta starfsemi. Gerðar verða breytingar á gatnakerfi m.a. til þess að opna á aðgengi að nýjum lóðum. Gert verður ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Snæfellsnesvegi og mön lagfærð og fegruð með gróðri. Jafnframt verður hugað að innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um innsendar umsagnir og samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um viðbrögð við þeim. Höfð verður hliðsjón af þeim við mótun skipulagstillagna í samræmi við gr. 4.2.4. og 5.2.4. í skipulagsreglugerð.

8.Grund 2 - skipulagslýsing v/ ASK br. og nýs DSK

Málsnúmer 2311006Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti þann 23. nóvember sl. að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna nýs deiliskipulags í tengslum við frekari uppbyggingu verslunar og þjónustu á Grund 2 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýst var 29. nóvember og var athugasemdafrestur vegna skipulagslýsingarinnar til og með 27. desember 2023. Opið hús var haldið til kynningar tillögunum í Ráðhúsi Grundarfjarðar, þann 20. desember 2023.



Skipulagssvæðið tekur til um 1,7 ha úr landi Grundar 2 og um 3,8 ha úr landi Grundar eða samtals um 5,5 ha. Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 eru Grund og Grund 2 skilgreind sem landbúnaðarland. Með aðalskipulagsbreytingunni verður landnotkun breytt í verslun og þjónustu.



Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið og er meginmarkmið þess að útfæra nánar svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ) til viðbótar við núverandi ferðaþjónustu, nánar tiltekið nýtt gistiheimili, tjaldsvæði, leiksvæði og önnur aðstaða fyrir ferðafólk.



Beiðni um umsögn var send til Ferðamálastofu (barst ekki), Veðurstofu Íslands (barst ekki), RARIK (21.12.2023), Svæðisskipulagsnefndar (barst ekki), Vegagerðarinnar (06.12.2023), Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (12.12.2023), Minjastofnunar Íslands (12.12.2023), Umhverfisstofnunar (13.12.2023), Landsnets (22.12.2023) og Skipulagsstofnunar (18.12.2023).



Lögð er nú fram til afgreiðslu samantekt umsagna sem bárust við skipulagslýsingu ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að svörum skipulags- og umhverfisnefndar.



Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um innsendar umsagnir og samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um viðbrögð við þeim. Nefndin beinir því til framkvæmdaraðila að hafa umsagnirnar til hliðsjónar við mótun skipulagstillagna í samræmi við gr. 4.2.4. og 5.2.4. í skipulagsreglugerð.

9.Ölkeldudalur - tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt og tillaga um að rýna og undirbúa mögulega breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals.



Um er að ræða hugmynd sem rædd var á sameiginlegum vinnufundi bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar þann 27. nóvember sl. um skipulagsmál, lóðir, framtíðarverkefni og tækifæri.



Á 277. fundi bæjarstjórnar þann 14. desember sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi við Ölkeldudal og fól skipulags- og umhverfisnefnd að hefja þá vinnu.



Rýndir verði kostir þess að þróa svæði við Ölkelduveg og Hrannarstíg, í Paimpolgarði, sem skjólsælt og aðlaðandi svæði til útivistar og íbúðar. Um yrði að ræða spennandi forgangssvæði til uppbyggingar nálægt skóla- og íþróttamannvirkjum, með áherslu á gæðin sem felast í opnu svæði (Paimpolgarður) en þó með hliðsjón af þörf fyrir uppbyggingu skólahúsnæðis/skólasvæðis til framtíðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjórnar og felur skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að fá skipulagsráðgjafa til aðstoðar við vinnuna og hefja hana.

10.Orkusalan ehf. - Hraðhleðslustöð

Málsnúmer 2310014Vakta málsnúmer

Orkusalan ehf. leggur fram ósk/tillögu um mögulega staðsetningu á hraðhleðslustöð, við Grundargötu 57.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlagðar tillögur og felur skipulagsfulltrúa að vinna að nánari útfærslu á staðsetningu og fjölda hleðslustöðva, í samvinnu við umsækjanda.

11.Spjör - Stofnun lóðar

Málsnúmer 2312017Vakta málsnúmer

Halldór Páll Halldórsson, einn landeigenda að Spjör, óskar eftir stofnun lóðar í landi Spjarar, sem mun bera nafnið Húsalækur. Fyrir liggur undirritað samþykki meðeigenda.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði lóðin Húsalækur í landi Spjarar og felur skipulagsfulltrúa frekari frágang málsins.

12.Árbrekka - byggingarleyfi fyrir bílskúr og herbergi

Málsnúmer 2312016Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu umsókn landeigenda Árbrekku (L-220580) í landi Hamra (L-136613) um byggingu bílskúrs með íbúðarherbergi. Um er að ræða 60-65 m2 hús með hallandi þaki og verður það klætt stálplötum.



Þann 25. ágúst sl. spurðust landeigendur fyrir um afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar til byggingar bílageymslu og gestahúss við núverandi íbúðarhús sbr. meðfylgjandi skissu. Í svarbréfi skipulagsfulltrúa 31. ágúst sl. gerir skipulagsfulltrúi ekki athugasemdir við fyrirhugaða byggingu bílgeymslu og gestahúss.



Skipulagsfulltrúi hvatti landeigendur til þess að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina þannig að frekari uppygging þróist með skýrum og heildrænum hætti til framtíðar og minnti á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vega, sem þurfi að vera í samræmi við skipulag.



Í framhaldi af samskiptum sem fram fóru milli embættisins og umsækjenda/eigenda Árbrekku um flokkun og skráningu hússins, óskuðu umsækjendur eftir því að byggingin verði skráð sem tveir matshlutar, þ.e. bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511) og að hún teljist vera í beinum tengslum við íbúðarhús þeirra sem fyrir er.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform og að byggingin verði skráð sem bílskúr (skráningarfl 504) og íbúðarherbergi (skráningarfl 511). Byggingin er í tengslum við núverandi íbúðarhús í Árbrekku. Nefndin felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi/heimild að öllum skilyrðum byggingarreglugerðar uppfylltum.

Nefndin tekur undir orð skipulagsfulltrúa um mikilvægi þess að láta vinna deiliskipulag fyrir jörðina þannig að frekari uppbygging þróist með skýrum og heildrænum hætti til framtíðar.

13.Önnur mál umhverfis- og skipulagssviðs

Málsnúmer 2201020Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fór lauslega yfir önnur mál sem eru í vinnslu.



Skipulags- og umhverfisnefnd ræddi um fyrirkomulag við úthlutanir lóða.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að taka til skoðunar Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði frá árinu 2006. Einkum verði skoðuð grein 1.2. um úthlutun eldri lóða með það fyrir augum að stytta ferli við úthlutun lóða, t.d. hvort fela megi byggingarfulltrúa umboð skv. samþykkt til að úthluta eldri lóðum, á lóðalista, með fyrirtöku á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Í lok fundar þökkuðu skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjóri þeim Kristínu og Þuríði fyrir afar gott samstarf og vel unnin störf, en þær láta nú af störfum. Þær þökkuðu sömuleiðis fyrir samstarfið.

Fundi slitið - kl. 16:45.