4. fundur 23. janúar 2023 kl. 10:00 - 14:10 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi var þátttakandi í fjarfundi undir dagskrárliðum 2, 3 og 4.

1.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Yfirlit hafnarstjóra um landanir ársins 2022 lagt fram.
Landanir ársins 2022 voru samtals 1074 en voru 1032 árið 2021. Samtals var landaður afli 2022 27.112 tonn en var 23.676 tonn árið 2021.

Hafnarstjóri fór yfir helstu niðurstöður um tekjur og gjöld. Tekjur eru umtalsvert yfir áætlun ársins, gjöld eru yfir áætlun vegna aukinna umsvifa og aukningar á starfsfólki.

Rætt um tekjuáætlun 2023 og horfur í þeim efnum, bæði hvað varðar fiskiskip og skemmtiferðaskip. Einnig rætt um framkvæmd á móttöku skemmtiferðaskipa. Fyrirhugað er samtal við hagsmunaaðila um reynsluna sl. sumar og sumarið framundan.

2.Deiliskipulag hafnarsvæðis og Framnes

Málsnúmer 2204011Vakta málsnúmer

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið, í fjarfundi.

Lagðar fram til kynningar umsagnir og ábending sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar.
Lýsingin var kynnt 25. nóvember 2022, sjá hér: https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/skipulagslysing-vegna-breytingar-a-adalskipulagi
og lauk kynningartíma hennar 21. desember sl.
Opið hús var um lýsinguna 13. desember.

Umsagnir bárust frá:
1. Skipulagsstofnun
2. Náttúrustofa Vesturlands
3. Breiðafjarðarnefnd
4. Náttúrufræðistofnun Íslands
5. Umhverfisstofnun
6. Vegagerðin
Auk þess barst ábending frá:
7. Olíudreifingu

Gögnin gefa ekki tilefni til sérstakra viðbragða af hálfu hafnarstjórnar, umfram það sem fram kemur í umfjöllun hér undir næstu dagskrárliðum og minnispunktum hafnarstjórnar til skipulagsfulltrúa, sem bæjarstjóri/formaður hafnarstjórnar mun taka saman.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi

3.Framnes og hafnarsvæði - Breyting á aðalskipulagi 2023

Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar hafnarstjórnar vinnuskjal Eflu dags. 3. janúar 2023: drög að tillögu um breytingu á aðalskipulagi, fyrir hafnarsvæði og Framnes.
Fjallað var um efnisatriði í framlögðum drögum hvað varðar þann hluta sem snýr að hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða, fyrir sitt leyti, aðalskipulagsbreytingu eins og fyrirliggjandi drög gera ráð fyrir, þ.e. að:

- Hafnarsvæði H-2 verði stækkað við rót Norðurgarðs (kriki, athuga stærð) að sunnanverðu og með lengingu á Miðgarði um allt að 50 m. Skilmálar fyrir svæðið verði uppfærðir.
- Til samræmis við það færist svæði fyrir sérstök not haf- og strandsvæða (SN-1) á kafla við Miðgarð og minnkar sem því nemur, auk breytingar á skilmálatöflu fyrir SN-1 þar sem stærð svæðisins er uppfærð.

Helstu ábendingar/tillögur hafnarstjórnar um tillöguna eru að öðru leyti eftirfarandi:

- Mörk deiliskipulagssvæðis (áhrif inní aðalskipulagstillögu) breytist, þannig að landfylling sunnan Miðgarðs verði ekki inní skipulagssvæðinu, heldur verði tekin til skoðunar þegar vinna hefst við deiliskipulag syðri hluta hafnarsvæðis.
- Landnotkun á því svæði verði því ekki til umfjöllunar í þessu deiliskipulagi/breytingu á aðalskipulagi.
- Landnotkun verði óbreytt á þegar skilgreindu hafnarsvæði og skilmálar fyrir lóðir á hafnarsvæði taki mið af starfsemi hafnarinnar og mikilvægi hafnsækinnar starfsemi.
- Þess utan verði hugað að aukinni umferðarstýringu á annatíma skemmtiferðaskipa, sbr. umræðu um umferðaröryggi á hafnarsvæði.

Formaður/bæjarstjóri mun taka saman minnispunkta úr umræðum hafnarstjórnar og senda skipulagsfulltrúa.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi

4.Deiliskipulag Hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar í hafnarstjórn vinnsludrög skipulagsráðgjafa, Eflu, dags. 2. janúar 2023, að tillögu um breytt deiliskipulag (greinargerð og uppdráttur, valkostir 1B og 1B-bráðabirgðalausn) fyrir "Hafnarsvæði norður".

Farið var yfir vinnsludrögin og rætt um breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis, norðurhluta.

Formanni/bæjarstjóra falið að taka saman ábendingar hafnarstjórnar og senda skipulagsfulltrúa.

Vísað er til þess sem segir undir dagskrárlið 3.

Hafnarstjórn leggur til að deiliskipulagssvæðið verði minnkað þannig að svæði á framtíðarlandfyllingu sunnan Miðgarðs verði ekki hluti af deiliskipulagssvæðinu nú, heldur verði hluti af deiliskipulagstillögu fyrir syðri hluta hafnarsvæðis. Er það gert með tímaramma skipulagsgerðarinnar í huga, en brýnt er að ljúka þessum deiliskipulagsbreytingum sem fyrst. Umfjöllun og tillögugerð um landfyllingu sunnan Miðgarðs kalli á frekari vinnu sem eðlilegra sé að gefa tíma samhliða öðrum breytingum á suðursvæði hafnarsvæðisins.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn, að þegar lokið verði vinnu við yfirstandandi deiliskipulagsgerð fyrir hafnarsvæði norður, verði í beinu framhaldi hafist handa við deiliskipulagsgerð á suðurhluta hafnarsvæðisins.

Hér vék Kristín af fundinum og var henni þakkað fyrir komuna og upplýsingar.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi

5.Framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit hafnarstjóra um helstu verkefni 2022 og 2023.
Einnig minnisblað af verkfundi hafnarstjóra og bæjarstjóra þann 18.01.2023.

Hafnarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu, sbr. framlagt minnisblað hans og sbr. minnisblað bæjarstjóra um verkfund með hafnarstjóra þann 18. janúar sl.

Samþykkt að kanna með möguleika á reglulegum mælingum í sjó og mælingum loftgæða á hafnarsvæði. Í vinnslu.

Rætt var sérstaklega um áform um að setja upp WC-einingar fyrir gesti á hafnarsvæði fyrir komandi sumar. Hafnarstjóri hefur skoðað valkosti varðandi leigu á húseiningum með salernum, þannig að bjóða megi gestum skemmtiferðaskipa uppá slíka aðstöðu.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og bæjarstjóra umboð til að undirbúa og sjá um að slíkar einingar verði settar upp fyrir komandi sumar.

6.Hafnasamband Íslands - Ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum

Málsnúmer 2211020Vakta málsnúmer

Hafnasamband Íslands vekur athygli hafnarstjórna á ályktun 43. hafnasambandsþings frá því í október 2022 um öryggi og aðgengi að höfnum, sem lögð er fram til kynningar.
"Hafnasambandsþing hvetur hafnastjórnir til að huga vel að öryggi og aðgengi að höfnum en reynslan sýnir að aldrei er of varlega farið og fara þarf reglulega yfir öll öryggis og aðgengismál. Hvatt er til þess að hafnir deili á milli sín góðri reynslu um hvernig hægt er að tryggja öryggi allra á hafnarsvæðinu en á sama tíma tryggja vöxt mismunandi atvinnugreina og öruggt aðgengi almennings þar sem við á."

7.Hafnasamband Íslands - Styrkir vegna fordæmisgefandi dómsmála

Málsnúmer 2207010Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar nýjar reglur Hafnasambands Íslands um stuðning við hafnarsjóði til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála.

Samkvæmt reglunum geta aðildarhafnir Hafnasambands Íslands óskað eftir fjárhagsstuðningi hafnasambandsins til að mæta kostnaði við rekstur dómsmála enda sé líklegt að niðurstaða málsins feli í sér fordæmisgefandi niðurstöðu fyrir aðrar hafnir.

8.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 446

Málsnúmer 2211021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 446. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 26. október 2022.

9.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 447. fundar

Málsnúmer 2212023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 447. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 18. nóvember 2022.

10.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 448. fundar

Málsnúmer 2301018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 448. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 16. desember 2022.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 14:10.