Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer
Lögð er fram til umsagnar vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi Framness austan Nesvegar (hafnarsvæðis) ásamt minnisblaði samgöngusérfræðinga ráðgjafarstofunnar Eflu, dags. 04.05.2023, sem unnið var að beiðni bæjarstjórnar (271. fundur 13. apríl sl.). Í minnisblaðinu er lagt mat á umferðarflæði og umferðaröryggi vinnslutillögunnar.
Á fundinn kemur Silja Traustadóttir skipulagsráðgjafi.
Forsaga (stytt og umorðað af skipulagsfulltrúa):
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi, nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingar á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði) var auglýst 30. nóvember 2022.
Á 245. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. janúar sl. var lögð fram til kynningar vinnslutillaga með tveimur mismunandi valkostum er varða umferðarflæði og umferðaröryggi vegfarenda á skipulagssvæðinu (valkostur 1B og 1B-bráðabirgðalausn dags. 02.01.2023).
Á 3. fundi hafnarstjórnar 9. jan sl. var ofangreind vinnslutillaga með tveimur valkostum lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn tók jákvætt í helstu atriði en taldi að enn ætti eftir að skerpa á mikilvægum atriðum. Hafnarstjórn taldi nauðsynlegt að taka tillögu að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi hafnarsvæðis til frekari umræðu áður en hún verði lögð fyrir bæjarstjórn. Umfjöllun/afgreiðslu var því frestað.
Á 4. fundi hafnarstjórnar 23. jan sl. var vinnslutillagan (dags. 02.01.2023) lögð fram að nýju. Hafnarstjórn lagði til eftirfarandi meginbreytingar:
-Stækkun landfyllingar í krika Norðurgarðs og lína dregin í stefnu við núverandi brún grjótgarðs við flotbryggju.
-Lenging Miðgarðs um allt að 50 m.
-Færsla deiliskipulagsmarka þannig að þau taki ekki til landfyllingar sunnan Miðgarðs (farið verði í vinnu við deiliskipulag suðurhuta hafnarsvæðisins beint í kjölfar vinnu við þessa deiliskipulagsbreytingu).
-Óbreytt landnotkun á hafnarsvæði og skilmálar fyrir lóðir taki mið af starfsemi hafnarinnar og hafnsækinni starfsemi.
-Óbreytt umferðarflæði og rútustæði áfram á hafnarbakka og hugað verði frekar að aukinni umferðarstýringu á annatíma skemmtiferðaskipa, sbr. umræðu um umferðaröryggi á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn fól jafnframt formanni/bæjarstjóra að taka saman minnispunkta úr umræðum hafnarstjórnar og senda skipulagsfulltrúa, sbr. minnisblað bæjarstjóra til skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar sl., sent 8. febrúar sl.
Á 247. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 4. apríl sl. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti í grundvallaratriðum að auglýsa breytta deiliskipulagstillöguna, sem uppfærð hafði verið m.t.t. ábendinga hafnarstjórnar (dags.07.02.2023 í samræmi við valkost 1B - bráðabirgðalausn). Skipulagsnefnd óskaði eftir því að lóð umhverfis hjall við Nesveg 14 yrði stækkuð í samræmi við legu fyrirhugaðs útivistastígs og að kvöð um að hjallurinn sé víkjandi á skipulagi verði aflétt.
Á 5. fundi hafnarstjórnar 12. apríl sl. samþykkti stjórnin fyrir sitt leyti tillöguna, sem hafði verið uppfærð með hliðsjón af athugasemdum og ábendingum formanns hafnarstjórnar (dags. 07.02.2023) í samræmi við 1B-bráðabirðalausn þ.m.t. færslu á mörkum skipulagssvæðis og með tillögu/ósk um bráðbirgðanýtingu norðanvert á lóð nr. 4 við Nesveg fyrir biðstæði fyrir rútur (með mögulegu samkomulagi við lóðarhafa) og staðsetningu rútustæða sunnan hafnarvogar.
Á 271. fundi sínum þann 13. apríl sl. fól bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af fundargerð hafnarstjórnar frá 12. apríl sl. og leggja að því búnu tillöguna aftur fyrir hafnarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd til samþykktar og staðfestingar hjá bæjarstjórn. Bæjarstjórn fól jafnframt skipulagsfulltrúa að kalla eftir minnisblaði skipulagsráðgjafa um umferðaröryggismál á hafnarsvæðinu.
Tillagan ásamt minnisblaði er nú lögð aftur fyrir skipulags- og umhverfisnefnd í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
Gestir
- Silja Traustadóttir, skipulagsráðgjafi - mæting: 17:00
- Hafnarstjórn - mæting: 17:00
Nefndin felur byggingafulltrúa að veita byggingarheimild fyrir skyggni að uppfylltum skilyrðum 2.3.8. gr. byggingareglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.