Málsnúmer 2303027Vakta málsnúmer
Dísarbyggð ehf. sækir um byggingarleyfi vegna breytingar á gamla hesthúsinu og hlöðunni í atvinnuhúsnæði en sem til stendur að breyta byggingunni í tveggja hæða aðstöðuhús tengt ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að steypa nýja botnplötu í húsið og bæta við hæð. Á efri hæð verði fjögur svefnherbergi, hvert með sér baðherbergi. Á neðri hæð er gertráð fyrir aðstöðu til að geyma búnað tengdan ferðaþjónustu á staðnum.
Skv. Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-2). Þar er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Einnig er heimilt að reisa þjónustu- og veitingahús fyrir allt að 100 gesti. Í skipulagsskilmálum er einnig tekið fram að mannvirki skuli falla vel að landslagi og þeim byggingum sem fyrir eru. Þar segir jafnframt: "Landeigendur hafa áform um að byggja upp ferðaþjónustu á jörðinni á næstu árum, með uppbyggingu á smáhýsum, auk þess að reka þjónustuhús með veitingasölu."
Ekki er til deiliskipulag fyrir Þórdísarstaði.
Til viðbótar við núverandi íbúðarhús, hesthús og hlöðu, sem nú er sótt um leyfi til að breyta, eru þar fimm stakstæð smáhýsi með tveimur gistirýmum hvert, sem fengið hafa rekstrarleyfi sem gististaðir.