Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer
Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, að lokinni kynningu á vinnslustigi í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forsaga:
Bæjarstjórn samþykkti þann 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi í tengslum við tillögur að breytingum á deiliskipulagi hafnarsvæðis (H-1) og nýju deiliskipulagi fyrir Framnes (AT-1 og OP-2) í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.
Skipulagslýsingin var auglýst 30. nóvember sl., kynnt á opnu húsi 13. desember og send til Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Olíudreifingu.
Engar skriflegar athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna en samtölum/fundum með hagsmunaaðilum hefur verið haldið áfram á vinnslustigi tillögunnar.
Þann 11. maí sl. samþykkti bæjarstjórn að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingarinnar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er í samræmi við rammahluta aðalskipulags. Vinnslutillagan var auglýst á vef sveitarfélagsins 12. maí sl. og tölvupóstur sendur til lóðarhafa á svæðinu. Opinn kynningarfundur ("opið hús") var haldinn 24. maí. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 26. maí. Athugasemdir vegna aðalskipulagsbreytingarinnar (vinnslutillögu) bárust frá lóðarhafa Sólvalla 8. Umræður á kynningarfundi lutu að deiliskipulagi hafnarsvæðis og var ekki fylgt eftir með skriflegri athugasemd.