Málsnúmer 2204011Vakta málsnúmer
Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna breyttrar landnotkunar á Framnesi (AT-1), hafnarsvæði (H-1 og H-2) og hafsvæði vestan við Framnes (SN-1).
Nánar tiltekið felast helstu breytingar í að:
1. Auka sveigjanleika og liðka fyrir áformum um frekari uppbyggingu ferðaþjónustu nyrst á Framnesi með því að breyta landnotkun í verslun og þjónustu með skilmálum sem heimila takmarkaðan fjölda íbúðarhúsnæðis á hluta svæðisins.
2. Lengja Miðgarð um allt að 50m til þess að auka svigrúm fyrir skip til þess að leggjast að bryggju.
3. Stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um u.þ.b. 500 m2 til að skapa meira rými fyrir umferðarleiðir.
Forsaga:
Á vormánuðum 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið (H1 og H2) og nýtt deiliskipulag fyrir Framnes (AT-1) ásamt samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Í júní 2022 var öllum lóðarhöfum á skipulagssvæðinu boðið til samráðsfunda og var vel mætt á þessa fundi.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði). Lýsingin var sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.
Skipulagslýsingin var auglýst 30. nóvember 2022 í Lögbirtingablaðinu, Skessuhorni og á vefsíðu sveitarfélagsins og höfð til sýnis á bæjarskrifstofunni og Sögumiðstöðinni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar gátu kynnt sér efni hennar. Skipulagslýsingin var einnig kynnt á opnu húsi 13. desember 2022 í Sögumiðstöðinni.
Á kynningartímanum og eftir að honum lauk var lóðarhöfum á skipulagssvæðinu aftur boðið til sérstakra samráðsfunda (yfirstandandi). Lýsingin var jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna aðila til umsagnar eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.
Engar skriflegar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Ein ábending barst frá Olíudreifingu í tengslum við skipulagslýsinguna.