3. fundur 09. janúar 2023 kl. 18:45 - 19:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af því að hafnarstjórn og hafnarstjóri sátu hluta af fundi skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem kynnt var vinna við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis og við tilheyrandi aðalskipulagsbreytingu.

1.Framnes og hafnarsvæði - Breyting á aðalskipulagi 2023

Málsnúmer 2301004Vakta málsnúmer

Lögð var fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar, fyrr í dag, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna breyttrar landnotkunar á hafnarsvæði (H-1 og hluti af svæði H-2 í aðalskipulagi), á Framnesi (AT-1) og á hafsvæði austan við Framnes (SN-1).
Tillagan er unnin í tengslum við yfirstandandi vinnu við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis, Framnes austan Nesvegar, og vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Framnes.

Nánar tiltekið felast helstu breytingar sem snúa að hafnarsvæðinu í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og tilheyrandi breytingu aðalskipulags í því að:
- Skerpa á skilmálum vegna breytinga á hafnarsvæðinu með tilkomu landfyllingar og lengingar Norðurgarðs.
- Bæta lóðunum á Norðurgarði og Norðurgarði sjálfum inná deiliskipulagið.
- Bæta inn heimild til að lengja Miðgarð um allt að 50 metra til að auka viðlegurými hafnarinnar.
- Stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um ríflega 400 fermetra til að skapa meira rými í framtíðinni fyrir umferðarleiðir.
- Hafsvæði (sérstök not haf og strandsvæða, merkt SN-1) færist um ca. 50 metra frá landi á kafla við Miðgarð og minnkar um ca. 0,1 ha.


Forsaga:
Í mars 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið (H1 og H2), skv. tillögu hafnarstjórnar og í samræmi við fyrri umræðu.
Áður hafði einnig verið samþykkt að vinna í fyrsta sinn deiliskipulag fyrir Framnes (AT-1).

Vinna við þetta hófst sl. vor. Í júní 2022 var öllum lóðarhöfum á skipulagssvæðinu boðið til samráðsfunda og var vel mætt á þessa fundi.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (Framnes austan Nesvegar) og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes.
Skipulagslýsing var sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.

Skipulagslýsingin var auglýst með lögskyldum hætti þann 30. nóvember sl. og kynnt á opnu húsi 13. desember sl. í Sögumiðstöðinni.
Lýsingin var jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna aðila til umsagnar eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.

Engar skriflegar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Jafnframt barst ein ábending, frá Olíudreifingu.
Þessum aðilum verður send tilkynning um móttöku, eftir því sem fram kom á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í dag.

Að undanförnu hafa einnig farið fram samtöl/fundir með lóðarhöfum á skipulagssvæðinu, um framtíðarnot og þróun, og er þeim samtölum ekki að fullu lokið.

Hafnarstjórn fór yfir helstu atriði í framlagðri tillögu, en hefur ekki haft tíma til að kynna sér hana með viðhlítandi hætti.

Hafnarstjórn tekur jákvætt helstu atriði sem fram koma í vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi en telur að enn eigi eftir að skerpa á mikilvægum atriðum sem snúa að hafnarsvæðinu.

Hafnarstjórn telur nauðsynlegt að taka tillöguna til frekari umræðu og afgreiðslu, þegar hún er fullbúin og áður en hún verður lögð fyrir bæjarstjórn. Þetta gildi ennfremur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis (sbr. næsta dagskrárlið). Umfjöllun/afgreiðslu er því frestað.

Samþykkt samhljóða.

2.Deiliskipulag hafnarsvæðis 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að vinnslutilllögu fyrir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (deiliskipulag Framness austan Nesvegar).

Hafnarstjórn vísar í umfjöllun um dagskrárlið 1, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi.

Tillagan er eingöngu lögð fram til kynningar og er til áframhaldandi vinnslu.
Engin afstaða er því tekin til efnis hennar.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá hafnarstjórnarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:30.