Málsnúmer 2409008

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 175. fundur - 09.09.2024

Umræða um komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025, fyrir stofnanir á vegum skólanefndar.

Skólanefnd ræddi lauslega um áherslur og óskir í skólastarfi, m.t.t. fjárveitinga.
Nefndin óskar eftir því að haldið verði áfram á þeirri braut sem verið hefur, í vinnu við að styrkja og efla skólastarfið í bænum, sbr. nýja menntastefnu og stuðning við skólastjórnendur við innleiðingu hennar, endurbætur á skólalóðum o.fl.

Til frekari umræðu síðar.

Bæjarstjórn - 289. fundur - 12.09.2024

Lögð fram drög að tímaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025.



Einnig lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júlí 2024, um forsendur fyrir fjárhagsáætlun skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.





Bæjarráð - 625. fundur - 04.10.2024

Lögð fram drög að fundadagskrá bæjarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt forsenduspá.

Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu framundan, minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og drög að fundadagskrá bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samhljóða endurskoðaða fundadagskrá vegna fjárhagsáætlunarvinnunnar framundan.

Bæjarráð - 626. fundur - 14.10.2024

Vinnufundur með forstöðumönnum stofnana vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025.



Kl. 14:15 kom slökkviliðsstjóri á fund.

Kl. 14:55 kom leikskólastjóri á fund.

Kl. 15:25 kom aðstoðarskólastjóri grunnskólans á fund, vegna grunnskóla, Eldhamra og tónlistarskóla.



Farið yfir rekstraráætlanir, áætlanir um stöðugildi og óskir um fjárfestingar. Rætt um starfsemi og horfur.

Forstöðumönnum þakkað fyrir komuna og góðar umræður.

Gestir

  • Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri - mæting: 14:15
  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 14:55
  • Anna Kristín Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri grunnskólans - mæting: 15:25

Bæjarráð - 627. fundur - 30.10.2024

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026-2028. Lögð fram launaáætlun 2025, ásamt samanburði við árið 2024 niður á deildir. Jafnframt lagt fram yfirlit sem sýnir áætlun 2025 í samanburði við áætlun 2024 niður á deildir.

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2025-2028. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 628. fundur - 08.11.2024

Umræða um fjárfestingar og verkefni 2025.



Gestir fundarins eru Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Bergvin Sævar Guðmundsson í eignaumsjón.



Fyrst kom Ólafur inná fundinn.

Hann sagði frá starfi félagsmiðstöðvarinnar Eden. Í vetur hefur nemendum á unglingastigi fjölgað og starfsemin gengur vel. Mjög góð mæting er hjá þeim. Breyting frá fyrra ári er sú að nú eru tveir starfsmenn með hópnum hverju sinni.

Rætt um rekstur íþróttahúss og sundlaugar. Á komandi ári er gert ráð fyrir verulegri lækkun á kyndingarkostnaði mannvirkja, en hinsvegar á reynslan af orkuskiptum eftir að koma í ljós.

Rætt um íþróttavöll, en á árinu var umhirða vallarins aukin verulega.

Geymsla við íþróttavöll, gamall gámur, var fjarlægður síðsumars. Í íþrótta- og tómstundanefnd hefur umræða verið hafin, með Ungmennafélaginu, um nýja geymslu og salernisaðstöðu við völlinn.

Rætt var um tjaldsvæðið og rekstur þess, sem hefur gengið vel.

Farið var yfir kostnaðaráætlun fyrir klæðningu íþróttahúss og tilheyrandi viðgerðir, sbr. ástandsmat Eflu, sem fengið var 2021 og unnið hefur verið eftir. Búið er að skipta um hluta af gluggum og hurðar, skv. því sem segir í skýrslunni.

Rætt um aðrar framkvæmdir við sundlaug, orkuskipti, sundlaugargarð o.fl.

Ólafi var þakkað fyrir komuna.

Sævar kom því næst inná fundinn og rætt var um helstu framkvæmdir, viðhald og endurbætur sem tilheyra fasteignum bæjarins, kostnaðaráætlanir o.fl.

Að umræðum loknum var Sævari þakkað fyrir komuna.


Rætt um helstu verkefni og fjárfestingar 2025 og settur niður grófur rammi fyrir 2025.


--
Hér yfirgáfu Jósef og Signý fundinn.