Málsnúmer 2409008

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 175. fundur - 09.09.2024

Umræða um komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025, fyrir stofnanir á vegum skólanefndar.

Skólanefnd ræddi lauslega um áherslur og óskir í skólastarfi, m.t.t. fjárveitinga.
Nefndin óskar eftir því að haldið verði áfram á þeirri braut sem verið hefur, í vinnu við að styrkja og efla skólastarfið í bænum, sbr. nýja menntastefnu og stuðning við skólastjórnendur við innleiðingu hennar, endurbætur á skólalóðum o.fl.

Til frekari umræðu síðar.

Bæjarstjórn - 289. fundur - 12.09.2024

Lögð fram drög að tímaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025.



Einnig lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júlí 2024, um forsendur fyrir fjárhagsáætlun skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.





Bæjarráð - 625. fundur - 04.10.2024

Lögð fram drög að fundadagskrá bæjarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt forsenduspá.

Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu framundan, minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og drög að fundadagskrá bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samhljóða endurskoðaða fundadagskrá vegna fjárhagsáætlunarvinnunnar framundan.