Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2025 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026-2028, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðsstreymi. Jafnframt lagt fram rekstraryfirlit með samanburði á deildum milli áætlana 2024 og 2025. Einnig lögð fram fjárfestingaáætlun fyrir 2025 til fyrri umræðu.
Skólanefnd ræddi lauslega um áherslur og óskir í skólastarfi, m.t.t. fjárveitinga.
Nefndin óskar eftir því að haldið verði áfram á þeirri braut sem verið hefur, í vinnu við að styrkja og efla skólastarfið í bænum, sbr. nýja menntastefnu og stuðning við skólastjórnendur við innleiðingu hennar, endurbætur á skólalóðum o.fl.
Til frekari umræðu síðar.