177. fundur 18. nóvember 2024 kl. 17:00 - 19:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Gengið var til dagskrár.

Gestir fundarins sátu fundinn undir öllum dagskrárliðum og voru eftirtalin:

Leikskólinn Sólvellir:
Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri
Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, fulltrúi kennara
María Rún Eyþórsdóttir, fulltrúi foreldra

Grunnskóli Grundarfjarðar:
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri
Sylvía Rún Guðnýjardóttir, fulltrúi foreldra

Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu, í fjarfundi, undir 1. dagskrárlið.

1.Starfsáætlun og verkefni skólanefndar

Málsnúmer 2410009Vakta málsnúmer

Á dagskrá skólanefndar eru eftirfarandi atriði, skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar.



Lagt fram minnisblað um efni fundarins, en yfirferð þessara atriða er hugsuð sem vinnufundur/samtal við skólastjórnendur.




Farið yfir og rætt um eftirfarandi atriði sem fyrir liggja sem efni skólanefndar á þessum fundi skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar:

- Skólanámskrá leik-, grunn- og tónlistarskóla, innihald þeirra og hvernig þær eru unnar.

- Sérfræðiþjónustu við nemendur, um þjónustu og fyrirkomulag.

- Sérfræðiþjónustu við kennara og starfsfólk skólanna, en það er fyrst og fremst Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga sem sér um þá þjónustu. Einnig er Grundarfjarðarbær að kaupa þjónustu af Ásgarði, skólaþjónustu, sbr. nýja menntastefnu og fleira sem Ásgarður aðstoðar við.

Á döfinni er að skólanefnd fái nýjan forstöðumann Félags- og skólaþjónustu inn á fund til sín. Stefnt að því í upphafi næsta árs.

- Nemendaverndarráð, fyrirkomulag í grunnskóla og leikskóla.

- Innleiðing menntastefnu. Farið yfir helstu skref, Gunnþór og skólastjórar gerðu grein fyrir stöðunni.

2.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu fjárhagsstærðir, skv. fjárhagsáætlun 2025, en fyrri umræða áætlunar fór fram 14. nóv. sl. í bæjarstjórn. Síðari umræða verður 12. des. 2024.







Bæjarstjóri fór yfir rekstrar- og fjárfestingaáætlun 2025 fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla, einnig fjárfestingar vegna íþróttahúss.

Einkum rætt um fjárfestingarverkefni, sem aðallega er viðhald og endurbætur á húsi, skólalóð og búnaði.

3.BSI á Íslandi - Eftirlitsskýrsla leiksvæða

Málsnúmer 2411011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirlitsskýrslur með leiksvæðum (grunn- og leikskóli), unnar af BSI á Íslandi, frá júlí sl. en mörg atriði hafa verið endurbætt síðan þá.



Farið yfir efni skýrslnanna og rætt um endurbætur sem gerðar hafa verið á leiksvæðum/skólalóðum í sumar.

Lokið var við fundargerð að fundi loknum og rafræns samþykkis aflað hjá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:30.