17. fundur 10. desember 2024 kl. 09:30 - 10:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun hafnarinnar 2025.



Áætlunin gerir ráð fyrir um 70 millj.kr. í fjárfestingu 2025, stærsti liður er bygging aðstöðuhúss (stækkun) að Nesvegi 2.

Einnig endurbætt rekstraráætlun.

Fjárhagsáætlun, tillaga til bæjarstjórnar, samþykkt samhljóða.


2.Grundarfjarðarhöfn - Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 2411010Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillöguteikningar Sigurbjarts Loftssonar, W7, þar á meðal endurbætt teikning dagsett í dag.











Farið yfir framlagða teikningu að viðbyggingu.

Umræður um teikningu og byggingarmál.

Byggingaráform samþykkt skv. teikningu til áframhaldandi vinnslu.

3.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2024

Lokið við fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað hjá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 10:30.