627. fundur 30. október 2024 kl. 08:30 - 12:35 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2024

Málsnúmer 2401026Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024.
Skv. viðaukanum er aukinn kostnaður að fjárhæð 9 millj. kr. einkum vegna aukins kostnaðar við snjómokstur. Áhrif viðauka leiðir til lækkunar á rekstrarniðurstöðu um 9 millj. kr.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 samþykktur og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Fasteignagjöld 2025

Málsnúmer 2409013Vakta málsnúmer

Framhaldsumræða. Lagt fram yfirlit um áætlun fasteignagjalda 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

Farið yfir forsendur og breytingu milli ára og gengið frá tillögu til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409014Vakta málsnúmer

Framhaldsumræða. Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2025 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög.

Farið yfir þjónustugjaldskrár og samanburð. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2025 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

5.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2025

Málsnúmer 2409023Vakta málsnúmer

Framhaldsumræða um styrkumsóknir sem hafa borist og liggja fyrir ásamt samantektarskjali.





Umsóknir yfirfarnar og lagðar fram tillögur að styrkveitingum næsta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

SG vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Fellaskjóls og Listvinafélagsins.
GS vék af fundi undir umfjöllun um styrki til Golfklúbbsins Vestarr.

6.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026-2028. Lögð fram launaáætlun 2025, ásamt samanburði við árið 2024 niður á deildir. Jafnframt lagt fram yfirlit sem sýnir áætlun 2025 í samanburði við áætlun 2024 niður á deildir.

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2025-2028. Drögunum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

7.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2410024Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2025.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - Verkefnaáætlun og kostnaðarskipting í stafrænu samstarfi vegna 2025

Málsnúmer 2410019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn um stafrænt samstarf sveitarfélaga ásamt upplýsingum um kostnaðarskiptingu.

9.SSV - Drög að sóknaráætlun 2025-2029 til kynningar og umsagnar

Málsnúmer 2410018Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar drög SSV að sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029.

Frestur til umsagnar um drögin eru til 15. nóvember nk.

10.Óbyggðanefnd - Þjóðlendumál eyjar og sker

Málsnúmer 2402015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Óbyggðanefndar, dags. 10. október sl., um þjóðlendumál vegna eyja og skerja.

Bæjarstjóra falið að kanna hvernig önnur sveitarfélög hyggjast bregðast við þessu erindi.

Samþykkt samhljóða.

11.Vegagerðin - Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 1. nóvember

Málsnúmer 2410020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin verður 1. nóvember nk.

12.Innviðaráðuneytið - Þátttakendur í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa 2024

Málsnúmer 2410021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Innviðaráðuneytisins, dags. 3. október sl., um minningardag um þau sem látist hafa í umferðinni, sem haldinn verður 17. nóvember nk.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:35.