14. fundur 28. október 2024 kl. 16:15 - 19:20 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund, gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2409008Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga hafnarstjóra að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2025.

Hafnarstjóri fór yfir framlagt yfirlit um stöðu hafnarsjóðs í lok september 2024, samanborið við fjárhagsáætlun 2024.

Tekjur voru áætlaðar samtals 170,7 millj. kr. árið 2024 (hafnargjöld og þjónustugjöld) og er reiknað með að höfnin standist þá áætlun, en tekjur eftir 9,5 mánuði ársins eru ríflega 145 millj. kr. Áætluð rekstrargjöld 2024 eru tæplega 112,5 millj.kr. og er reiknað með að útgjöld verði undir þeirri áætlun. Framkvæmdakostnaður var áætlaður 30 millj. kr. fyrir árið 2024.

Hafnarstjóri fór yfir tillögu að áætlun fyrir rekstur og fjárfestingar 2025.

Farið yfir áætlunina, einkum áætluð fjárfestingarverkefni.

Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar vegna fyrri umræðu. Hafnarstjórn gerir fyrirvara um nánari skoðun á nokkrum fjárfestingarliðum, m.a. viðbyggingu þjónustuhúss við núverandi hafnarhús ? sem er til áframhaldandi vinnslu.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2409014Vakta málsnúmer

Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2025.

Við umræðu gerði hafnarstjórn nokkrar minniháttar breytingar á tillögunni.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Hafnarsvæði suður - skipulagsforsendur og breytingar

Málsnúmer 2406008Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu í vinnu við undirbúning deiliskipulags fyrir hafnarsvæði sunnan Miðgarðs.



Halldóra Hreggviðsdóttir og Herborg Árnadóttir, skipulagsráðgjafar, voru gestir fundarins í fjarfundi undir þessum lið.

Unnið er að mótun viðfangsefna í deiliskipulagsgerð og verkáætlun.

Einnig er nú verið að vinna í greinargerð skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana vegna tilkynningar til Skipulagsstofnunar um stækkun hafnarsvæðis með landfyllingu. Vegagerðin hefur frumhannað landfyllinguna og skipulagsráðgjafar hafnarinnar vinna nú að frágangi með Vegagerðinni, þannig að gögnin falli sem best að þeim ramma sem lögin setja. Greinargerðin verður send inn þegar aðalskipulagbreyting vegna iðnaðarsvæðisins vestan Kvernár hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun, vegna efnistöku á því svæði.

Farið var yfir viðfangsefni í komandi deiliskipulagsgerð og rætt um afmörkun þess svæðis sem deiliskipulagið á að ná til. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn afmörkun deiliskipulagssvæðis, eins og sýnt er á mynd í minnisblaði/fundapunktum sem ritaðir eru um umræður þessa dagskrárliðar og lagt undir fundinn.

Hafnarstjórn mun taka saman nánara yfirlit um þarfir hafnarinnar sem verður efniviður í deiliskipulagsvinnu. Fundað verður um þessi mál sérstaklega á fundi innan skamms. Haldið verður áfram samtali við hagsmunaaðila á grunni hagaðilagreiningar og tilhögun samráðs ákveðin á þeim grunni.

Ráðgjafar vinna áfram að verkefnistillögu til hafnarstjórnar.

Gestir

  • Herborg Árnadóttir, Alta - mæting: 16:15
  • Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta - mæting: 16:15
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:20.