623. fundur 04. júlí 2024 kl. 08:15 - 09:25 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
    Aðalmaður: Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
    Aðalmaður: Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um þrjár breytingar á gjaldskrám Grundarfjarðarbæjar.



1. Gjaldskrá leikskóla, breyting vegna tillögu skólanefndar og bæjarráðs (síðasti fundur) um breytingar á skóladagatali og þjónustu leikskólans



2. Gjaldskrá samkomuhúss, viðbót v. gjaldhliðs almenningssalerna



3. "Lóðir og lendur", viðbót v. tímabundinnar leigu lands




1. Gjaldskrá leikskóla

Á fundi skólanefndar 24. júní sl. var samþykkt skóladagatal/tillaga sem gerir ráð fyrir fleiri lokunardögum í leikskóla, í átt að skóladagatali grunnskóla, auk þess sem gert er ráð fyrir sérstakri skráningu í dvalartíma frá 14-16 á föstudögum.
Á fundi bæjarráðs þann 27. júní sl. var samþykkt að vegna þessara breytinga yrði lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá.

Samkvæmt gjaldskrá fyrir leikskólann (breyting sem taka á gildi 1. ágúst nk.) er gjald fyrir 8 dvalarstundir á dag (40 dvalarstundir á viku) nú 36.714 kr. á mánuði.
Lagt er til að gjaldið verði 33.854 kr. fyrir 38 klst. dvöl, þ.e. 8 dvalarstundir mánudaga til fimmtudaga, en 6 dvalarstundir á föstudögum.
Í samræmi við samþykkt skólanefndar og bæjarráðs á síðasta fundi, verði börn ekki sjálfkrafa skráð með dvalartíma eftir klukkan 14 á föstudögum en ef foreldrar þurfa að nýta þá þjónustu, skrái þeir barnið í dvöl og greiði sérstaklega fyrir hana. Skólastjórnendur útfæri nánar.
Lagt er til að mánaðargjald verði 37.417 kr. fyrir 40 dvalarstundir á viku, þ.e. með skráningartíma 14-16 á föstudögum.

Breytingin taki gildi 1. nóvember nk.

Samþykkt samhljóða.


2. Gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Grundarfjarðarbæjar (samkomuhús)

Lögð fram tillaga um að bætt verði við gjaldskrá samkomuhúss heimild til gjaldtöku vegna almenningssalerna, en unnið er að uppsetningu gjaldhliðs í samkomuhúsinu. Lagt til að gjald fyrir aðgang að almenningssalerni verði 200 kr. Ennfremur lagt til að heimild verði í gjaldskrá til að veita magnafslátt (prentaðir aðgöngumiðar) vegna stórra hópa (rútur).

Samþykkt samhljóða.


3. "Lóðir og lendur", gjald vegna tímabundinnar leigu lands.

Lögð fram tillaga um að bætt verði við gjaldskrár Grundarfjarðarbæjar fermetragjaldi vegna tímabundinnar leigu á landi bæjarins, öðru en lóðarleigu, s.s. vegna tímabundinna afnotasamninga um afnot af landi í atvinnuskyni.
Gjaldið verði 50 kr./m2 á mánuði og gildi þegar gerðir eru tímabundnir samningar um afnot af landi bæjarins.

Til samanburðar:
Í gildi er í gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar (12. gr.) mánaðargjald, 160 kr./m2, fyrir leigu á gámasvæði Grundarfjarðarhafnar. Mánaðargjald á afgirtu geymslusvæði Grundarfjarðar við Hjallatún er 80 kr./m2 fyrir 0-25 m2 svæði, 75 kr./m2 fyrir 26-50 m2 svæði og 70 kr./m2 fyrir svæði stærri en 50 m2.

Samþykkt samhljóða.

2.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði stuttlega frá helstu framkvæmdum.

M.a. kom fram að í undirbúningi er verðkönnun vegna framkvæmda við steypta palla og stiga austanvert við Kirkjufellsfoss, sbr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

3.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Umsagnarbeiðni_2024049507

Málsnúmer 2407001Vakta málsnúmer

Beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 3. júlí 2024, um umsögn vegna umsóknar Hátíðarfélags Grundarfjarðar um tækifærisleyfi (tímabundið áfengisleyfi) vegna tónleika 26. júlí og dansleiks 27. júlí nk. í húsnæði Djúpakletts ehf. við Norðurgarð, á bæjarhátíðinni "Á góðri stund".


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Samþykkt samhljóða.

4.Tómas Freyr Kristjánsson - Samningur um ljósmyndun 2024

Málsnúmer 2406029Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ljósmyndasamningur 2024 við Tómas Frey Kristjánsson.

Sambærilegur samningur hefur verið gerður síðustu árin.





5.Mæstro - Samningur um afnot af Sögumiðstöð 2024

Málsnúmer 2406028Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Mæstró ehf. um afnot af aðstöðu í Sögumiðstöð 2024. Sambærilegur samningur hefur verið gerður síðustu árin.



Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 09:25.