Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi Ölkeldudals til kynningar á vinnslustigi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010; uppdráttur og greinargerð.
Sameiginleg lýsing fyrir þetta nýja deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi var auglýst frá 28.2.2024 til 20.3.2024 í samræmi við 40. gr. og 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir sem bárust við lýsingu voru hafðar til hliðsjónar við mótun deiliskipulagstillögunnar. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Ölkeldudals hefur áður verið auglýst á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Einnig liggur fyrir samþykki bæjarstjórnar til auglýsingar aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
Áherslur við endurskoðun deiliskipulagsins eru:
- Ölkeldudalshverfið verði styrkt með fjölgun íbúða, í hentugum stærðum fyrir íbúa, með góðu aðgengi að skóla- og íþróttastarfi.
- Ný íbúðarbyggð á jaðri Paimpolgarðsins verði hönnuð þannig að hún myndi skjólsælt og sólríkt rými um garðinn.
- Paimpolgarðinum verði gert hærra undir höfði og hann byggður upp samhliða íbúðarbyggðinni, sem skjólsæll, sólríkur, gróðurríkur og aðlaðandi útivistar- og íverusvæði til leikja, dvalar og útivistar allan ársins hring fyrir íbúa og gesti bæjarins.
- Í garðinum í kringum Steinatjörn verði aðlaðandi votlendi, hluti af blágrænum rýmum bæjarins. Svæðið verði leiðarvísir um eðli og uppbyggingu blágræns ofanvatnskerfis Grundarfjarðarbæjar. Vinabæjartengslum við Paimpol verði einnig gerð rík skil.
- Fráveitukerfi hverfisins verði endurnýjað samhliða uppbyggingu, þar sem það ber ekki aukið álag án þess. Ofanvatnið verði aðskilið fráveitulögnum með skólp og nýtt blágrænt ofanvatnskerfi lagt innan nýrra lóða og í almenningsrýmum.
- Ölkeldudalshverfið verði gönguvænt í samræmi við áherslur í aðalskipulagi og verkefnið „Gönguvænn Grundarfjörður" sbr. markmið aðalskipulagsins. Stígar verði hannaðir, sem tengja aðliggjandi útivistar-, íbúðar-, skóla- og íþróttasvæði við Paimpolgarðinn.
- Umferðaröryggi verði aukið fyrir vegfarendur, götur hannaðar sem 30 km götur, gangstéttar og stígakerfi bætt. Sérstaklega er horft til aðgengis og öryggis í kringum skóla- og íþróttasvæðið.
- Blágrænar ofanvatnslausnir verði innleiddar í hverfinu. Þær verði samþættar uppbyggingu, grænar og gróðurríkar, til fegrunar og yndisauka í almenningsrýmum. Þær verði einnig nýttar sem hluti hraðalækkandi aðgerða í götunum.
Helstu breytingar með framangreindu deiliskipulagi:
- Deiliskipulagsmörk breytast og við það stækkar deiliskipulagssvæðið úr 8,7 ha í 9,4 ha.
- Hluti Paimpolgarðsins breytist úr opnu svæði í íbúðasvæði og garðurinn sjálfur verður endurhannaður sem skjólsælt almenningssvæði.
- Nýjar íbúðalóðir verða við Ölkelduveg og Borgarbraut fyrir allt að 28 íbúðir í rað- og fjölbýlishúsum.
- Götur eru endurhannaðar og þrengdar, gatnamótum breytt og aukin áhersla lögð á öruggar þveranir yfir götur ásamt bættum gangstéttum og göngustígum.
- Einbýlishúsalóð við Ölkelduveg 19 er felld út og einbýlishúsalóð við Ölkelduveg 17 stækkuð til suðurs og henni breytt í parhúsalóð.
- Í gildandi deiliskipulagi var heimilt að reisa raðhús með 3-4 íbúðum við Ölkelduveg 39-45. Í endurskoðuðu deiliskipulagi verður heimilt að reisa raðhús með 3 íbúðum, lóð nr. 45 fellur út og lóðir stækka lítillega til suðurs.
- Lóð Dvalarheimilisins Fellaskjóls við Hrannarstíg 20 hefur verið breytt vegna nýrra lóða sem komnar eru fyrir raðhús við Hrannarstíg 42-54 (skipulagsbreyting 2023) og vegna lóða við Hrannarstíg 22-28 (eignarland Fellaskjóls) sem ekki voru á sér lóðum áður.
- Gert hefur verið ofanvatnsskipulag fyrir svæðið sem segir til um hvernig ofanvatn skuli meðhöndlað innan sem utan lóða.
- Einstaka lóðir hafa verið lagfærðar á uppdrætti í samræmi við uppbyggingu síðustu ára og settar inn réttar mælingar á lóðum og mannvirkjum.