Málsnúmer 2412016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 263. fundur - 11.12.2024

Lögð er fram tillaga að breytingu á Deiliskipulagi aðveitustöðvar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Í breytingunni felst að mörk deiliskipulagsins breytast á norðvesturhorni deiliskipulagssvæðisins. Við breytinguna minnkar deiliskipulagssvæðið úr 7,94 ha í 7,68 ha, þ.e. um 2.621 m2. Að öðru leyti er deiliskipulagið óbreytt.



Breytingin er tilkomin vegna endurskoðunar á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið vestan Kvernár (mál 2101038).



Skipulags- og umhverfisnefnd telur breytinguna óverulega og leggur því til að með hana verði farið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og hún grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Deiliskipulagi aðveitustöðvar og leggur til að hún fari í kynningu sem óveruleg breyting á skipulagi, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að gera örlitlar lagfæringar á framlagðri tillögu og leggja tillöguna fram til grenndarkynningar skv. 44. grein skipulagslaga.