Málsnúmer 2412015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 263. fundur - 11.12.2024

Þann 25. október sl. auglýsti Grundarfjarðarbær lausar til úthlutunar tvær lóðir á iðnaðarsvæðinu, við Hjallatún 1 og 3. Umsóknarfrestur var til og með 11. nóvember sl. Lóðinni við Hjallatún 1 var úthlutað til Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. í samræmi við auglýsingu og Samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði. Eftir að auglýsingafrestur lóða rann út var lóðin sett á lista yfir lausar lóðir í Grundarfirði.



Vélsmiðjan hefur nú einnig lagt inn umsókn um lóðina við Hjallatún 3.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni við Hjallatún 3 í samræmi við auglýsingu og grein 1.2 í samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði.

Vakin er athygli á þeim fyrirvara við úthlutunina, sem kemur fram í fyrrgreindri lóðaauglýsingu, að stærðir lóðarinnar geti breyst lítillega áður en endurskoðað deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði vestan Kvernár tekur gildi, en drög að skipulaginu voru kynnt í sumar og verður endanleg tillaga væntanlega auglýst á næstu dögum.

Samþykkt samhljóða.