Málsnúmer 2411012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 263. fundur - 11.12.2024

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna legu háspennulína í aðalskipulaginu.



Með breytingunni eru aðalskipulagsuppdrættir leiðréttir til samræmis við raunverulega legu strengjanna. Fyrir liggur umsögn Landsnets, dags. 19. nóvember 2024, en Landsnet fór yfir lagnaleiðir uppdráttanna og gerir ekki athugasemdir.



Bæjarstjórn telur að breytingin sé þess eðlis að málsmeðferð óverulegrar breytingar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, eigi við.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna leiðréttingar á legu háspennulína í aðalskipulaginu, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.