159. fundur 13. desember 2021 kl. 17:00 - 19:00 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Garðar Svansson (GS) formaður
  • Freydís Bjarnadóttir (FB)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 1808034Vakta málsnúmer

Til stóð að skólanefnd færi í heimsókn í grunnskólann til að skoða framkvæmdir haustsins og aðstæður. Heimsókn er geymd, af sóttvarnarástæðum.



Bæjarstjóri sagði frá því sem til stendur að gera í tengslum við 60 ára afmæli Grunnskólans, þann 6. janúar 2022.

- Skólastjóri hefur upplýst að þann dag verði Grænfánaviðurkenning grunnskólans formlega samþykkt, eftir undirbúningsstarf sem staðið hefur yfir í haust.
- Öll önnin verður lögð undir þemavinnu tengdri afmæli skólans og viðburðum og öðru dreift yfir önnina.
- Gunnar Kristjánsson hefur tekið að sér að skrifa um sögu skólans, þ.e. 20 síðustu ár, til viðbótar við áður gerða samantekt sem hann vann þegar skólinn varð 40 ára árið 2002.
- Stefnt verður að afmælishátíð eða einhvers konar samkomu þegar aðstæður leyfa.

2.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer

Til kynningar áform í drögum að fjárhagsáætlun 2022, sem varða skóla og starfsemi á verksviði nefndarinnar.
Bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni og framkvæmdir sem snúa að leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhömrum, auk íþróttahúss, á yfirstandandi ári, sem og að áformum í fjárhagsáætlun 2022.

Rætt var um framkvæmdir og aðstöðu í skólunum.

3.Málefni leikskólans

Málsnúmer 1808033Vakta málsnúmer

Heiðdís Lind Kristinsdóttir leikskólastjóri kom á fundinn undir þessum lið. Ennfremur Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir fulltrúi foreldra.
Formaður bauð þær velkomnar og Heiðdísi Lind, nýjan leikskólastjóra, velkomna á sinn fyrsta fund með skólanefnd.

Leikskólastjóri fór yfir minnispunkta sína, sem lágu fyrir fundinum. Þar kom eftirfarandi fram:

- Þrír nýir nemendur eru nýbyrjaðir á músadeild. Heildarfjöldi nemenda er því 43.
- Þrír starfsmenn eru á leið í fæðingarorlof, ein fór í haust. Búið er að auglýsa eftir afleysingu.
- Covid hefur sett mikið strik í reikninginn undanfarnar vikur eins og þekkt er. Starfsfólk hefur gætt að sóttvörnum eins og hægt er og hefur staðið sig vel og á hrós skilið fyrir samstöðuna og sína vinnu.
- Starfsfólk vinnur að því að innleiða "markvissa málörvun" í starfið.
- Eftir áramót verður lögð áherslu á umhverfið innanhúss; hvernig hægt er að hafa það m.t.t barnanna; að dótið sé aðgengilegt, læsi sýnilegt í umhverfinu o.s.frv. Farið verður í þessa vinnu strax á starfsdegi 3. janúar.
- Eldhúsið hefur verið talsverð áskorun undanfarið þar sem erfitt verið hefur verið að manna stöðu matráðs. Nú hefur það hinsvegar verið leyst.
- Einnig hefur leikskólastjóri notið liðsinnis reynds leikskólastjóra/kennsluráðgjafa og hefur það reynst mjög vel. Til stóð að hún kæmi í heimsókn í nóvember, en ekkert varð úr því sökum Covid. Stefnt að því að hún verði hér 19. janúar og geti þá einnig átt samtal við starfsfólk og unnið með þeim. Leikskólastjóri segir mikilvægt og hollt að fá utanaðkomandi ráðgjöf reglubundið, þannig að sem best takist til við að byggja upp faglegt starf í leikskólanum.
- Til stendur að fá Ásgarð, ráðgjafarfyrirtæki, í samvinnu vegna endurskoðunar á sérkennslumálum o.fl. Rætt var um sérkennsluviðmið/reglur og verklag.
- Leikskólastjóri sagðist ánægð með þann stuðning sem hún hefur fengið frá bænum frá því að hún hóf störf, þar sem talsverðar áskoranir hafi blasað við í nýja starfinu.
- Jólaball barnanna verður haldið í vikunni og verður það utandyra líkt og í fyrra.
- Leikskólinn verður 45 ára í janúar og er verið að huga að afmæli, hvað skuli gera í tilefni dagsins - en það verður gert með fyrirvara um samkomutakmarkanir.

Rætt var um ýmis atriði og m.a. um Karellen, kennsluumsjónar- og samskiptakerfi fyrir leikskóla, en áður hafði komið fram á fundi nefndarinnar að leikskólastjórar teldur þörf á nokkrum umbótum á því.

Leikskólastjóra og fulltrúa foreldra var að lokum þakkað fyrir komuna og fyrir góðar umræður.

Gestir

  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri - mæting: 17:30
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir, fulltrúi foreldra - mæting: 17:30

4.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Upplýsingablað um stöðu og framkvæmd skólaþjónustu FSS

Málsnúmer 2111018Vakta málsnúmer

Minnisblað forstöðumanns FSS lagt fram þar sem farið er yfir skólaþjónustuþætti FSS og fyrirkomulag á haustmisseri 2021.
Bæjarstjóri sagði frá því að til stæði að halda fund með skólastjórnendum og skólaþjónustuhluta FSS.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - Skólaþing sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2110014Vakta málsnúmer

Skólaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda átti í nóvember var frestað. Það verður haldið 21. febrúar 2022.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - Ráðstöfun fjármuna í grunnskólum

Málsnúmer 2110027Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneyti og 13 sveitarfélög eru samstarfsaðilar að verkefni sem gengur út á að skoða hvernig fjármunum í skólastarf er ráðstafað. Fyrir liggur skýrsla um málið.
Formaður sagði frá fundi fyrir Vesturland sem haldinn var á Akranesi í nóvember sl. Dræm mæting var á fundinn, líklega vegna aðstæðna í samfélaginu.
Til stendur að farið verði í nánari vinnu við að greina ráðstöfun fjármuna og gæðamál í skólastarfi.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2022-2023

Málsnúmer 2112007Vakta málsnúmer

Í tilkynningu Sambandsins kemur fram að úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2022-2023 sé lokið.

8.Samgöngustofa - Vegna skólabifreiða

Málsnúmer 2112013Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um áhrif reglugerðar um skoðun ökutækja sem tók gildi 1. maí 2021. Tiltekin ákvæði reglugerðarinnar koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2022. Í reglugerðinni eru breytingar sem snúa sérstaklega að skólabifreiðum.
Bæjarstjóri sagði frá því að í haust hefði verið samið við foreldra skólabarna um akstur úr dreifbýli, en nú koma þrjú börn í grunnskólanum úr dreifbýlinu (þ.e. búa utan skilgreindra þéttbýlismarka). Akstur skólabifreiðar skv. útboði og samningi væri því ekki í vetur.

Freydís tilkynnti að þessi fundur væri hennar síðasti, þar sem hún er að flytjast úr sveitarfélaginu. Hún þakkaði fyrir ánægjulegt samstarf í nefndinni.
Fundarmenn þökkuðu henni samstarfið og óskuðu henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:00.