Lögð fram tilkynning um áhrif reglugerðar um skoðun ökutækja sem tók gildi 1. maí 2021. Tiltekin ákvæði reglugerðarinnar koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2022. Í reglugerðinni eru breytingar sem snúa sérstaklega að skólabifreiðum.
Bæjarstjóri sagði frá því að í haust hefði verið samið við foreldra skólabarna um akstur úr dreifbýli, en nú koma þrjú börn í grunnskólanum úr dreifbýlinu (þ.e. búa utan skilgreindra þéttbýlismarka). Akstur skólabifreiðar skv. útboði og samningi væri því ekki í vetur.