Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri situr fundinn undir þessum lið í fjarfundi og gerir grein fyrir starfseminni.
Eydís Lúðvíksdóttir er nýr fulltrúi kennara og situr fundinn undir þessum lið í fjarfundi.
Skólastjóri mun auglýsa eftir fulltrúum foreldra, sem vilja taka að sér að sitja skólanefndarfundi í samræmi við heimildir grunnskólalaga.
Gestir
- Eydís Lúðvíksdóttir ftr. kennara
- Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri
Skólastjóri óskaði nýrri nefnd velfarnaðar í starfi sínu og sagðist hlakka til samstarfsins.
Skólastjóri fór yfir skýrslu sína um skólastarf grunnskóla. Í grunnskólanum eru 97 nemendur í upphafi skólaárs. Sigurður Gísli sagði frá nýjum kjarasamningum sem breyttu vinnutímaskilgreiningu kennara, frá breytingum sem gerðar voru innanhúss fyrir unglingastigið þar sem búin var til ein stofa úr tveimur. Hann minntist á ný persónuverndarlög sem taka þarf tillit til í skólastarfinu.
Sigurður fór yfir gögn sem fyrir lágu; umbótaáætlun vegna ytra mats, vinnuskipan 2018-2019 og dagskipulag fyrir 2018-2019.
Anna Kristín vék af fundi í lok þessa liðar.