Heiðdís Lind Kristinsdóttir leikskólastjóri kom á fundinn undir þessum lið. Ennfremur Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir fulltrúi foreldra.
Formaður bauð þær velkomnar og Heiðdísi Lind, nýjan leikskólastjóra, velkomna á sinn fyrsta fund með skólanefnd.
Gestir
- Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri - mæting: 17:30
- Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir, fulltrúi foreldra - mæting: 17:30
Hún gerði grein fyrir starfsemi skólans, sbr. áður senda minnispunkta. Nú í haust eru 45 börn í leikskólanum.
Anna minntist á að reglur bæjarins um styrki til starfsmanna í leik- og grunnskóla sem stunda fjarnám við leikskólakennaraskor og kennaraskor KHÍ, séu orðnar úreltar og mætti endurskoða. Hún sagði frá því að hún hefði hug á að vinna með hugmyndafræði "Uppeldi til ábyrgðar".
Anna gerði grein fyrir móttökuáætlun nýrra starfsmanna. Umræða var um framlagningu sakavottorða í tengslum við ráðningar.
Farið var lauslega yfir stöðu húsnæðismála og framkvæmda sem nú standa yfir í skólanum.
Á næsta fundi mun Anna gera grein fyrir námsferð starfsfólks til Finnlands.
Anna vék af fundi í lok þessa liðar.