Lögð fram til kynningar skýrsla mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi ráðstöfum fjármuna í grunnskóla fyrir alla. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13 sveitarfélaga.
Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneyti og 13 sveitarfélög eru samstarfsaðilar að verkefni sem gengur út á að skoða hvernig fjármunum í skólastarf er ráðstafað. Fyrir liggur skýrsla um málið.
Formaður sagði frá fundi fyrir Vesturland sem haldinn var á Akranesi í nóvember sl. Dræm mæting var á fundinn, líklega vegna aðstæðna í samfélaginu. Til stendur að farið verði í nánari vinnu við að greina ráðstöfun fjármuna og gæðamál í skólastarfi.