Sótt er um stöðuleyfi fyrir salernishús til 5 mánaða eða frá 20. apríl til 1. október 2023. Hýsið mun vera staðsett sunnan við hafnarskúr og kemur til með að þjónusta ferðafólk sem kemur með skemmtiferðaskipum sumarið 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til skamms tíma fyrir salernishús á hafnarsvæði frá 1. apríl til 1. október 2023. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum og í samræmi við gildandi gjaldskrá og reglur vegna stöðuleyfa í Grundarfjarðarbæ.
Hafnarstjórn telur að hefja þurfi undirbúning að framtíðarfyrirkomulagi salernismála á hafnarsvæðinu. Í ár verða sett upp lausar gámaeiningar fyrir salerni, sem þjóna eiga gestum skemmtiferðaskipa sem koma í höfn, eins og hafnarstjórn hafði áður samþykkt og veitt hefur verið stöðuleyfi fyrir.
Hafnarstjóri leggur til að reist verði viðbygging við hafnarhúsið að Nesvegi 2, sem nýtast muni hafnarstarfsmönnum, fullnægja salernisþörf gesta skemmtiferðaskipa og nýtast leiðsögumönnum og skipuleggjendum, strax vorið 2024.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að hefja undirbúning til að leysa salernisþörf og aðstöðu á hafnarsvæði, að greina nánar þarfir fyrir stærð og gerð húss. Gerð verði gróf kostnaðargreining sem lögð verði fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir jafnframt tillögu hafnarstjóra, um að svæði hafnarinnar upp við Nesveg, verði nánar/betur afmarkað frá götunni, í framhaldi (suður af) skilti/akkeri ofan við hafnarvog, til samræmis við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.