Á 601. fundi bæjarráðs þann 2. mars sl. var erindi Hopp á Snæfellsnesi vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en bæjarráð tók vel í erindið.
SnæHopp ehf. sækir um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði.
Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að taka fyrir erindið og leggja mat á það.
Samþykkt samhljóða.