Á 262. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að halda umhverfisrölti áfram, eins og gert hefur verið síðastliðin fjögur ár. Umhverfisröltið hefur þótt góður vettvangur til þess að efla samtal milli bæjarstjórnar, skipulags- og umhverfisnefndar og íbúa um ýmis mál í nærumhverfinu.
Lagði bæjarstjórn til að skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst dagsetningu og tíma fyrir röltið í júní/júlí þannig að hægt væri að auglýsa það með góðum fyrirvara.
Jafnframt lagði hann til að umhverfisrölt verði áfram fastur liður, eins og sl. fjögur ár, og að fulltrúar í nýrri skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst tíma fyrir umhverfisrölt með bæjarbúum, í júní/júlí, sem verði auglýst með góðum fyrirvara.
Samþykkt samhljóða.