Málsnúmer 2205033

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 262. fundur - 09.06.2022

Forseti vísaði í umhverfisverkefni og áherslur síðasta kjörtímabils á umhverfismál og snyrtilegt sveitarfélag. Hann lagði til að áfram yrði unnið eftir þessum áherslum á vettvangi bæjarstjórnar, nefnda og af starfsfólki bæjarins.

Jafnframt lagði hann til að umhverfisrölt verði áfram fastur liður, eins og sl. fjögur ár, og að fulltrúar í nýrri skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst tíma fyrir umhverfisrölt með bæjarbúum, í júní/júlí, sem verði auglýst með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 237. fundur - 28.06.2022

Á 262. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að halda umhverfisrölti áfram, eins og gert hefur verið síðastliðin fjögur ár. Umhverfisröltið hefur þótt góður vettvangur til þess að efla samtal milli bæjarstjórnar, skipulags- og umhverfisnefndar og íbúa um ýmis mál í nærumhverfinu.

Lagði bæjarstjórn til að skipulags- og umhverfisnefnd ákveði sem fyrst dagsetningu og tíma fyrir röltið í júní/júlí þannig að hægt væri að auglýsa það með góðum fyrirvara.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að umhverfisrölt um bæinn verði miðvikudaginn 17. og fimmtudaginn 18. ágúst nk.

Einnig hyggst nefndin fara umhverfisrúnt um dreifbýlið og verður það auglýst nánar síðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 239. fundur - 30.08.2022

Örstutt skýrslugjöf um fyrri hluta umhverfisrölts og rætt um síðari hlutann.
Nefndin þakkar umhverfis- og skipulagssviði og bæjarstjóra fyrir að boða til umhverfisrölts með íbúum Grundarfjarðar og þakkar íbúum fyrir góða mætingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 247. fundur - 04.04.2023

Umhverfisröltið hefur verið árleg hefð til þess að bjóða bæjarbúum að hitta bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd og aðra starfsmenn bæjarins og skoða nærumhverfi sitt og koma með ábendingar og hugmyndir.

Lagðar fram myndir frá umhverfisrölti 2022 til skoðunar. Umhverfisröltið er allajafna farið í snemma sumars og því hægt að setja ákveðin verkefni til vinnslu fyrir komandi sumar.
Ákveðið að umhverfisrölt verður farið 23. og 25. maí nk.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að umhverfisrölt verði farið í þéttbýlinu dagana 14. og 16. maí nk.



Skipulags- og umhverfisnefnd - 258. fundur - 22.05.2024

Rætt um breyttar dagsetningar umhverfisrölts.

Samþykkt að umhverfisrölt fari fram dagana 5. og 6. júní næstkomandi.

Umhverfisröltið hefur verið árleg hefð til þess að bjóða bæjarbúum að hitta bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd og starfsmenn bæjarins og skoða nærumhverfi sitt og koma með ábendingar og hugmyndir. Umhverfisröltið er allajafna farið snemma sumars og því hægt að setja ákveðin verkefni til vinnslu fyrir komandi sumar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 259. fundur - 20.06.2024

Vegna veðurfars o.fl. var umhverfisrölti frestað fyrr í mánuðinum.

Samþykkt að bjóða uppá árlegt umhverfisrölt dagana 1. og 2. júlí næstkomandi, en þó með nýju sniði.

Samþykkt að fyrra kvöldið, mánudaginn 1. júlí, kl. 19:30, verði boðið í "umhverfisspjall", þ.e. opið hús og kynningu í Sögumiðstöðinni. Þar gefist íbúum kostur á að ræða um umhverfismál og framkvæmdir, og að leggja fram óskir um svæði sem tekin verði til skoðunar kvöldið eftir.

Þriðjudagskvöldið 2. júlí kl. 19:30 verði íbúum boðið í umhverfisrölt um bæinn, m.a. með hliðsjón af spjalli kvöldinu áður.