Málsnúmer 2009012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 221. fundur - 08.09.2020

Mál sem eru í vinnslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, til kynningar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi sagði frá málum sem hann hefur í vinnslu.
Hann sagði einnig frá fundi sem skipulags- og byggingarfulltrúaembættið gekkst fyrir í síðustu viku, í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Iðnmeisturum og byggingarstjórum með löggildingu frá Mannvirkjastofnun var boðið á fundinn.
Farið var yfir verklag við leyfisveitingar og eftirlit með byggingarframkvæmdum, ábyrgðir og fleira. Gerð var grein fyrir nýjungum og breytingum sem eru að verða á fyrirkomulagi byggingarmála. Nýtt fyrirkomulag mun auka skilvirkni og yfirsýn þessara mála.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Byggingarfulltrúi fór yfir mál sem eru í vinnslu hjá embættinu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi sagði frá málum sem hann hefur í vinnslu, m.a.:

* Rekstrarleyfisúttektir / umsagnir
* Gróðursetning, undirbúningur
* Gönguvænn Grundarfjörður
* Fráveita og göturammar vegna stíga og gangstétta
* Útsend bréf og samskipti vegna óleyfisframkvæmda - Yfirferð
* Byggingarfulltrúi fer í frí

Skipulags- og umhverfisnefnd - 223. fundur - 02.12.2020

Byggingarfulltrúi fer yfir þau mál sem legið hafa fyrir hjá embættinu.
Byggingarfulltrúi fer yfir þær rekstrarleyfisúttektir sem hefur verið farið í. Lokaúttekt á Vélsmiðju Grundarfjarðar, Rafræna skráningu hjá hms.is.

Áætlað er að fara í vettvangsskoðun í dreifbýli í samræmi við umhverfisrölt eins og farið var í innan þéttbýlis í vor.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 231. fundur - 07.12.2021

Til kynningar:

Umræðupunktar frá skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og bæjarstjóra um vanhirt hús eða lóðir í bænum sem áhrif hafa á nærumhverfi sitt.

Framvinda við vinnu á deiliskipulagi Ölkeldudals.

Húsnæðisáætlun HMS.

Gönguvænn Grundarfjörður, staða í gatnaframkvæmdum: Götur, gangstéttar og lýsing.
Til umræðu

Skipulags- og umhverfisnefnd - 234. fundur - 01.03.2022


Engin sérstök mál eru til yfirferðar að þessu sinni umfram þau sem þegar hafa verið lögð fyrir á fundinum og unnið hefur verið í að undanförnu.


Skipulags- og umhverfisnefnd - 235. fundur - 12.04.2022

Staða mála í vinnslu hjá skipulags- og umhverfissviði.
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi sögðu frá málum sem þau hafa haft til vinnslu frá síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 244. fundur - 12.12.2022

Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu ýmissa mála sem eru í vinnslu hjá sviðinu.

Minnt var á að opið hús er á morgun, 13. desember, til kynningar á skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðis og Framness.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 245. fundur - 09.01.2023

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fara yfir mál sviðsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 247. fundur - 04.04.2023

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir mál sviðsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 254. fundur - 16.11.2023

1. Deiliskipulag Framness - staða og næstu skref, en vinna er í fullum gangi.

2. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir norðurhluta hafnarsvæðis - staða og næstu skref.

3. Önnur mál.
Skipulagsfulltrúi fór yfir deiliskipulagsferlið með nefndinni. Fundað var með lóðarhöfum á Framnesi þar sem farið var yfir ferlið og þeirra framtíðarsýn. Í ljósi óska einstakra lóðarhafa var fundað aftur með Þorgrími Kolbeinssyni v. Nesvegur 21 og T.Ark arkitektum v. Sólvellir 17.