Til kynningar:
Umræðupunktar frá skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og bæjarstjóra um vanhirt hús eða lóðir í bænum sem áhrif hafa á nærumhverfi sitt.
Framvinda við vinnu á deiliskipulagi Ölkeldudals.
Húsnæðisáætlun HMS.
Gönguvænn Grundarfjörður, staða í gatnaframkvæmdum: Götur, gangstéttar og lýsing.
Hann sagði einnig frá fundi sem skipulags- og byggingarfulltrúaembættið gekkst fyrir í síðustu viku, í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Iðnmeisturum og byggingarstjórum með löggildingu frá Mannvirkjastofnun var boðið á fundinn.
Farið var yfir verklag við leyfisveitingar og eftirlit með byggingarframkvæmdum, ábyrgðir og fleira. Gerð var grein fyrir nýjungum og breytingum sem eru að verða á fyrirkomulagi byggingarmála. Nýtt fyrirkomulag mun auka skilvirkni og yfirsýn þessara mála.