Málsnúmer 2204011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 235. fundur - 12.04.2022

Skipulagsfulltrúi kynnti grófa verk- og tímaáætlun vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Framness og hafnarsvæðis austan Nesvegar og sagði frá öflun tilboða og vali á ráðgjafarstofu vegna þessarar vinnu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 240. fundur - 27.09.2022

Á fundinn kom Silja Traustadóttir skipulagsfræðingur frá Eflu til að kynna framvindu á deiliskipulagsvinnu fyrir hafnarsvæði og Framnes.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Silju Traustadóttur kærlega fyrir kynninguna. Nefndinni lýst vel á að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 til þess að auka tækifæri fyrir blandaða landnotkun á Framnesi.

Bæjarráð - 596. fundur - 09.11.2022

Lagt fram erindi Guðmundar Runólfssonar hf. með ósk um að í deiliskipulagsgerð sem nú stendur yfir vegna Framness verði gert ráð fyrir hótelbyggingu á lóð við Sólvelli.
Jafnframt lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa við erindinu þar sem lýst er framgangi málsins og deiliskipulagsvinnunnar.

Síðastliðið vor hófst vinna við gerð deiliskipulags á Framnesi og á hafnarsvæði austan Nesvegar. Efla sér um skipulagsráðgjöf við verkið. Í júní sl. fóru fram samtöl við lóðarhafa á Framnesi og hafnarsvæði austan Nesvegar, þar sem leitað var eftir óskum þeirra til framtíðar.

Eins og fram kemur í svarbréfi skipulagsfulltrúa er um að ræða nýtt deiliskipulag á fremur flóknu skipulagssvæði með fjölþættri landnotkun og mikilvægu samspili við aðliggjandi reiti, þ.e. hafnarsvæðið og miðbæinn. Deiliskipulagsferlið er unnið skv. skipulagslögum og skv. verk- og tímaáætlun sem sett var í upphafi verksins, þar sem gert er ráð fyrir að því verði lokið í maí/júní 2023. Vinnan er á áætlun.

Bæjarráð tekur vel í erindið og staðfestir að gert er ráð fyrir hugmynd lóðarhafa um nýtingu lóðar inní þeirri deiliskipulagsvinnu sem nú fer fram í samræmi við verk- og tímaáætlun skipulagsfulltrúa og Eflu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 242. fundur - 15.11.2022

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að skipulagslýsingu, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes, fyrir breytingu á deilskipulagi Framness austan Nesvegar og breytingu á aðalskipulagi sem unnin verður samhliða deiliskipulagsáætlununum.

Forsaga:

Á 235. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 12. apríl 2022 kynnti skipulagsfulltrúi grófa verk- og tímaáætlun vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Framness og hafnarsvæðis austan Nesvegar og sagði frá öflun tilboða og vali á ráðgjafarstofunni EFLU vegna þessarar vinnu.

Í júní á þessu ári fóru fram samtöl við lóðarhafa á Framnesi og hafnarsvæði austan Nesvegar, þar sem leitað var eftir óskum þeirra um landnýtingu/uppbyggingu til framtíðar.

Á 240. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 27. september sl. kynnti skipulagsráðgjafi stöðuna í deiliskipulagsverkefnunum og að gera þyrfti samhliða breytingu á aðalskipulagi til þess að auka tækifæri fyrir blandaða landnotkun á Framnesi.

Á 596. fundi bæjarráðs 9. nóvember 2022 var tekið fyrir erindi Guðmundar Runólfssonar hf. með ósk um að í yfirstandandi deiliskipulagsgerð fyrir Framnes verði gert ráð fyrir hótelbyggingu á lóð við Sólvelli. Jafnframt lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa við fyrirspurn fyrirtækisins um framgang deiliskipulagsvinnunnar. Í svarbréfi skipulagsfulltrúa kemur fram að um sé að ræða nýtt deiliskipulag á fremur flóknu skipulagssvæði með fjölþættri landnotkun og mikilvægu samspili við aðliggjandi reiti, þ.e. hafnarsvæðið og miðbæinn. Deiliskipulagsferlið sé unnið skv. skipulagslögum og skv. verk- og tímaáætlun sem sett var í upphafi verksins, þar sem gert er ráð fyrir að því verði lokið í maí/júní 2023. Vinnan er á áætlun. Bæjarráð tók vel í fyrispurn fyrirtækisins og staðfesti að þegar hefði verið gert ráð fyrir hugmynd lóðarhafa um byggingu fyrir hótel og íbúðir á lóð fyrirtækisins nyrst á Framnesi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Framnes skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar skv. sömu grein skipulagslaga og breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 skv. 1. mgr 36. gr., með vísun í 1. mgr. 30. gr. og verður aðalskipulagsbreytingin unnin samhliða deiliskipulagsáætlununum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 245. fundur - 09.01.2023

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 vegna breyttrar landnotkunar á Framnesi (AT-1), hafnarsvæði (H-1 og H-2) og hafsvæði vestan við Framnes (SN-1).

Nánar tiltekið felast helstu breytingar í að:
1. Auka sveigjanleika og liðka fyrir áformum um frekari uppbyggingu ferðaþjónustu nyrst á Framnesi með því að breyta landnotkun í verslun og þjónustu með skilmálum sem heimila takmarkaðan fjölda íbúðarhúsnæðis á hluta svæðisins.
2. Lengja Miðgarð um allt að 50m til þess að auka svigrúm fyrir skip til þess að leggjast að bryggju.
3. Stækka landfyllingu í kverkinni við Norðurgarð um u.þ.b. 500 m2 til að skapa meira rými fyrir umferðarleiðir.

Forsaga:
Á vormánuðum 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið (H1 og H2) og nýtt deiliskipulag fyrir Framnes (AT-1) ásamt samhliða breytingu á aðalskipulagi.

Í júní 2022 var öllum lóðarhöfum á skipulagssvæðinu boðið til samráðsfunda og var vel mætt á þessa fundi.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi á sínum 24. nóvember sl. skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 í tengslum við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Framnes og breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar (hafnarsvæði). Lýsingin var sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr., 1. og 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna.

Skipulagslýsingin var auglýst 30. nóvember 2022 í Lögbirtingablaðinu, Skessuhorni og á vefsíðu sveitarfélagsins og höfð til sýnis á bæjarskrifstofunni og Sögumiðstöðinni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar gátu kynnt sér efni hennar. Skipulagslýsingin var einnig kynnt á opnu húsi 13. desember 2022 í Sögumiðstöðinni.

Á kynningartímanum og eftir að honum lauk var lóðarhöfum á skipulagssvæðinu aftur boðið til sérstakra samráðsfunda (yfirstandandi). Lýsingin var jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna aðila til umsagnar eins og lög gera ráð fyrir. Athugasemdafrestur var til og með 21. desember.

Engar skriflegar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands, Breiðafjarðarnefnd, Siglingadeild Vegagerðarinnar og heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Ein ábending barst frá Olíudreifingu í tengslum við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í framlagða vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að vinna minnisblað sem endurspeglar umræður nefndarinnar á fundinum til þess að leggja fram til samþykktar hjá bæjarstjórn.

Hafnarstjórn - 4. fundur - 23.01.2023

Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið, í fjarfundi.

Lagðar fram til kynningar umsagnir og ábending sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingar.
Lýsingin var kynnt 25. nóvember 2022, sjá hér: https://www.grundarfjordur.is/is/frettir-og-tilkynningar/skipulagslysing-vegna-breytingar-a-adalskipulagi
og lauk kynningartíma hennar 21. desember sl.
Opið hús var um lýsinguna 13. desember.

Umsagnir bárust frá:
1. Skipulagsstofnun
2. Náttúrustofa Vesturlands
3. Breiðafjarðarnefnd
4. Náttúrufræðistofnun Íslands
5. Umhverfisstofnun
6. Vegagerðin
Auk þess barst ábending frá:
7. Olíudreifingu

Gögnin gefa ekki tilefni til sérstakra viðbragða af hálfu hafnarstjórnar, umfram það sem fram kemur í umfjöllun hér undir næstu dagskrárliðum og minnispunktum hafnarstjórnar til skipulagsfulltrúa, sem bæjarstjóri/formaður hafnarstjórnar mun taka saman.

Gestir

  • Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri/skipulagsfulltrúi