Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna breytingar bílskúrs í þvottahús.
Forsaga:
Á 228. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 26. maí 2021 var tekin fyrir umsókn lóðarhafa Borgarbrautar 9 um breytingu á bílskúr og geymslu í geymslu og þvottahús. Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna starfsemina og fyrirhugaða breytta notkun fyrir íbúum sex nærliggjandi húsa: Borgarbraut 7 og 10, Hlíðarveg 8, 10, 13 og 17. Auk þess var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga úr skugga um að breytingin væri í samræmi við kröfur um hljóðvist, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum, sbr. skipulag svæðisins.
Grenndarkynning var send út 6. júlí 2021 með athugasemdafrest til og með 10. ágúst 2021. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Hlíðarvegs 8 og Borgarbrautar 7.
Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 12.10.2021, var lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Borgarbrautar 9 um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús, ásamt niðurstöðum úr grenndarkynningu og reyndarteikningum. Nefndin fól umhverfis- og skipulagssviði að kanna betur forsendur umsóknar um breytta notkun bílskúrs og geymslu í geymslu og þvottahús.
Í þessu ljósi telur nefndin skylt að grenndarkynna starfsemina og breytt not húss fyrir íbúum nærliggjandi húsa, þ.e. að Borgarbraut 7, Borgarbraut 10, Hlíðarvegi 8, Hlíðarvegi 10, Hlíðarvegi 15 og Hlíðarvegi 17.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa er falið að ganga úr skugga um að breytingin sé í samræmi við kröfur sem settar eru um hljóð, lykt, umferð o.fl. í þegar byggðum íbúðarhverfum.