Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar þær athugasemdir og umsagnir sem borist hafa á auglýsingartíma breytingartillögunnar.
Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er lögð áhersla á að byggja í eyður í byggðinni til að nýta grunnkerfi sem best og skapa heildstæðari byggð með góðu aðgengi að þjónustu. Tillagan felur í sér fjölgun íbúða við Ölkelduveg og Hrannarstíg og er gert ráð fyrir 12-13 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og raðhús, þar af 7 lóðum fyrir 60 ára og eldri vestan við Fellaskjól. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar fyrir núverandi lóðir við Fellasneið 5 og 7.
Breytingartillagan var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní til 29. júlí 2022 og var haldið opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní sl. þar sem tillagan var kynnt.
Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Slökkviliðs Grundarfjarðarbæjar, Setbergssóknar, Skógræktarfélags Grundarfjarðarbæjar og Veitna.
Á auglýsingartímanum bárust tvær umsagnir (Veitum og Sóknarnefnd Setbergssóknar) og fjórar athugasemdir frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum (íbúum við Fagurhól 3 og 5, Hellnafelli 8, Fellasneið 14 og Fellasneið 22). Að auki er reiknað með að viðbótarathugasemdir berist frá einum framangreindra aðila, á grunni viðbótargagna sem óskað var eftir og voru send út í dag 30. ágúst.
Byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-6, en vék svo af fundi.