Málsnúmer 2208011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 591. fundur - 25.08.2022

Lögð fram tillaga Hafsteins Garðarssonar um kolefnisjöfnun Grundarfjarðar með gróðursetningu trjáa ofan byggðar.

Bæjarráð þakkar Hafsteini fyrir gott erindi.

Í aðalskipulagi 2019-2039 er gert ráð fyrir útivistarkraga ofan þéttbýlis. Þar segir m.a. eftirfarandi í skilmálum fyrir reitinn:

"Unnið verði heildarskipulag fyrir útivistarkragann sem miðar að því að skapa skjól með trjárækt og öðrum gróðri og bæta útivistaraðstöðu með stígum, bekkjum og annarri aðstöðu sem hæfa þykir.
Haldið verði áfram með frekari skógrækt ofan byggðarinnar suður og austur af núverandi skógræktarsvæði, þ.e. Hjaltalínsholti, Hellnafellum og Ölkeldudal."

Þar segir einnig:
"Markmiðið ræktunar er að auka skjól fyrir byggðina og gera aðlaðandi útivistarsvæði sem verði opið fyrir íbúa og gesti. Ræktun skal haga þannig að svæðið nýtist almenningi til útivistar. Plöntuval taki mið af náttúru svæðisins og ræktun falli vel að landslagi og umhverfi. Svæðið sé í góðu samhengi við núverandi skógræktarsvæði og við skíðasvæði, bæði núverandi og fyrirhugað svæði ofar í hlíðunum. Á Grafarlandi verði áfram hefðbundin landbúnaðarnot eins og verið hafa af hálfu eigenda/ábúenda Grafarbæja, en við mótun heildarskipulags fyrir útivistarkragann verði kannað verði hvort og
hvernig megi opna svæðið að hluta fyrir almenna útivist."

Sjá nánar skilmála fyrir OP-5, bls. 67 í greinargerð:
https://www.grundarfjordur.is/static/files/Byggingarfulltrui/Ask_2019_2039/ask-grundarfj-greinargerd-vefutg.pdf

Lagt til að tillögu verði vísað til umræðu/umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar. Skoðað verði með áfangaskiptingu, sem geri kleift að hefjast handa sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 239. fundur - 30.08.2022

Erindi sent frá bæjarráði, með ósk um umræðu og umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.

Í bókun bæjarráðs, sem er meðfylgjandi, var vísað í markmið og skilmála Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, um svæðið OP-5, sem er útivistarkragi ofan byggðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Hafsteini fyrir erindið.

Á fundinum var farið yfir umfjöllun í greinargerð Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 um svæðið OP-5, sem er "útivistarkragi ofan byggðar", og ÍÞ-3, sem er skíðasvæði undir Eldhömrum.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn nefndarinnar í samstarfi við bæjarstjóra og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.