Fyrirspurn barst um hvort stofna mætti lóð á svæði neðst í botnlanga við Grundargötu, n.t.t. neðan við Grundargötu 58, með byggingu lítils íbúðarhúss í huga. Fráveitulögn liggur í gegnum þennan reit.
Farið var yfir gildandi Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og umrætt svæði skoðað. Í aðalskipulagsvinnunni sem lauk með tillögu 2019, kom umrætt svæði til skoðunar og umræðu. Þá var tekin sú afstaða að skipuleggja ekki lóð þar. Í ljósi erindisins/fyrirspurnarinnar ræddi nefndin um að eftirspurn gæti verið eftir nýjum lóðum við sjávarsíðuna. Lóðirnar Grundargata 82 og 90 eru í slíkum botnlöngum, en auk þess er í aðalskipulagi gert ráð fyrir að íbúðarbyggð geti teygt sig enn lengra til vesturs, út fyrir ysta botnalanga Grundargötu.
Tillaga um að stofna lóð á umræddu svæði var borin upp á fundinum og var ekki samþykkt með þremur atkvæðum (BS, DM, og SG) á móti einu (EE). Einn fundarmanna sat hjá (HH).
Meirihluti nefndarmanna leggur áherslu á að staðið sé við ákvarðanir sem teknar voru í Aðalskipulagi.
Bókun: EE er þeirrar skoðunar að þarna gæti orðið góð byggingarlóð.
Í aðalskipulagsvinnunni sem lauk með tillögu 2019, kom umrætt svæði til skoðunar og umræðu. Þá var tekin sú afstaða að skipuleggja ekki lóð þar. Í ljósi erindisins/fyrirspurnarinnar ræddi nefndin um að eftirspurn gæti verið eftir nýjum lóðum við sjávarsíðuna. Lóðirnar Grundargata 82 og 90 eru í slíkum botnlöngum, en auk þess er í aðalskipulagi gert ráð fyrir að íbúðarbyggð geti teygt sig enn lengra til vesturs, út fyrir ysta botnalanga Grundargötu.
Tillaga um að stofna lóð á umræddu svæði var borin upp á fundinum og var ekki samþykkt með þremur atkvæðum (BS, DM, og SG) á móti einu (EE). Einn fundarmanna sat hjá (HH).
Meirihluti nefndarmanna leggur áherslu á að staðið sé við ákvarðanir sem teknar voru í Aðalskipulagi.
Bókun:
EE er þeirrar skoðunar að þarna gæti orðið góð byggingarlóð.