Lögð fram til umsagnar tillaga að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Eldri áætlun tók gildi árið 2010.
Ný áætlun á að gilda til ársins 2031 og er henni skipt í fjóra kafla. Í fyrstu tveimur köflunum eru bakgrunnsupplýsingar um þjóðgarðinn, í þriðja kafla er sett fram stefna og markmið fyrir svæðið og í fjórða kafla eru tilgreindar þær sérreglur um umferð og dvöl sem gilda um hið friðlýsta svæði samkvæmt áætluninni.
Aðgerðaáætlun fyrir þjóðgarðinn gildir til þriggja ára og er uppfærð árlega í samræmi við þriggja ára verkefnaáætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða. Í aðgerðaáætlun eru tilgreindar þær aðgerðir sem farið verður í árlega og aðgerðir sem eru fyrirhugaðar á næstu þremur árum.
Svæði jarðarinnar Hríshóls, 25 ha svæði í landi Gufuskála, bættist við land þjóðgarðsins árið 2021 þegar þjóðgarðurinn var stækkaður.
Grundarfjarðarbæ voru send framlögð drög að stjórnunar- og verndaráætlun til umsagnar.