Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer
Lögð eru fram til umræðu drög að deiliskipulagsbreytingu á athafna- og iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár.
Forsaga:
Í gildi er deiliskipulag frá 1999 með síðari breytingum frá 2008 (Ártún 1, 2, 3 og 5), 2015 (Ártún 1), 2021 (Ártún 3) og 2022 (Ártún 4 - tekur gildi í desember 2022).
Á 263. fundi sínum þann 13. september sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár á grunni verk- og kostnaðaráætlunar ráðgjafarfyrirtækisins Alta.
Á 242. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 15. nóvember sl. kynntu skipulagsráðgjafar frá Alta stöðuna í verkefninu sem er þrískipt og felst í óverulegri deiliskipulagsbreytingu vegna Ártúns 4 (tekur gildi í desember 2022), verulegri breytingu vegna metralóða við Hjallatún og breytingu á heildarskipulagi svæðisins.
Deiliskipulagsbreyting þessi tekur til þess hluta skipulagssvæðisins sem í dag er að mestu byggður. Markmiðið með deiliskipulagsbreytingunni er að auka nýtingu á svæðinu með því að hliðra til lóðarmörkum, breyta hluta metralóða við Hjallatún í 1-2 lóðir, bæta við lóð við Ártún 8, laga göturnar Ártún og Hjallatún betur að raunnotkun og að finna hentuga staðsetningu fyrir útivistarstíg í gegnum eða framhjá iðnaðarsvæðinu.