Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar vegna staðfestingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039.
Stofnunin gerði athugasemd við nokkur atriði, sem teljast tæknilegs eðlis og nefndin fól skipulagsráðgjöfum að laga.
Auk þess er eitt atriði sem kallast má efnislegt, sem eru skilmálar fyrir landnotkunarreitinn "Sérstök not haf- og vatnssvæða" (SN).
Fyrir liggur minnisblað skipulagsráðgjafa og tillaga um afgreiðslu athugasemda Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktu Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og tilheyrandi umhverfisskýrslu á fundum sínum þann 6. júlí 2020 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Í kjölfarið voru skipulagsgögnin send Skipulagsstofnun til afgreiðslu til staðfestingar með bréfi dags. 9. júlí 2020.
Skipulagsstofnun hefur sent Grundarfjarðarbæ svarbréf dags. 27. ágúst 2020 með nokkrum athugasemdum - sjá bókun.
Niðurstaða bæjarstjórnar var auglýst í Fréttablaðinu þann 27. ágúst 2020 og Jökli, bæjarblaði, þann 3. september 2020, auk þess sem niðurstaðan var birt á vef bæjarins. Með bréfum dagsettum 20. ágúst 2020 var þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu send umsögn bæjarstjórnar um þær, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsáætlunin og lokaafgreiðsla hennar verður send viðeigandi umsagnaraðilum þegar hún hefur verið staðfest, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Jósef Kjartansson sat sem gestur undir lið 3.
Varaformaður setti fund og býður Eymar Eyjólfsson velkominn til starfa í nefndinni.
Gengið var til dagskrár.
Nefndarmenn og gestur taka þátt í fundinum sem er fjarfundur, haldinn skv. heimild í samþykkt bæjarráðs á 553. fundi þann 2. september sl. og samþykktum lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi, starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins og bæjarstjóri sitja fundinn í Ráðhúsi.