150. fundur 09. október 2019 kl. 16:15 - 19:11 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Garðar Svansson (GS) formaður
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ)
  • Freydís Bjarnadóttir (FB)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Bæjarstjóri setti fund. Gengið var til dagskrár.

Freydís Bjarnadóttir er nýr fulltrúi í skólanefnd og var hún boðin velkomin á sinn fyrsta fund.

1.Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 1806029Vakta málsnúmer

Garðar Svansson var kjörinn formaður nefndarinnar og Freydís Bjarnadóttir varaformaður.

Samþykkt samhljóða.

2.Málefni leikskólans

Málsnúmer 1808033Vakta málsnúmer

Anna Rafnsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla mætti á fundinn.
Ennfremur Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir, áheyrnarfulltrúi af hálfu foreldra.
Fyrir fundinum lá greinargerð leikskólastjóra þar sem hún gerði grein fyrir starfsemi skólans. Leikskólastjóri sagði frá helstu þáttum í starfsemi skólans, m.a. hvað varðar starfsmannamál, fjölda nemenda o.fl.
Nú eru 35 börn á aldrinum 1-5 ára í skólanum, en 5-6 ára börn eru á leikskóladeildinni Eldhömrum, sem starfar í tengslum við grunnskólann.

Leikskólastjóri sagði frá undirbúningsskrefum að því að gerast heilsueflandi leikskóli. Hún sagði frá aukinni áherslu á útikennslu, þar sem farið er með elstu börnin í leiðangra í umhverfi skólans og það rannsakað út frá mismunandi sjónarhornum.

Rætt var um drög að reglum um sérkennslu og stuðning. Samþykkt að leita álits skólastjóra grunnskóla á þeim drögum og taka þau til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Rætt var um reglur um styrki til starfsfólks sem er í kennaranámi, en reglurnar eru í endurskoðun.

Skólastjóri viðraði hugmynd um þriggja deilda leikskóla í stað tveggja. Nú eru 1-5 ára börn í skólanum, í stað 2-6 ára áður, og þroskamunur væri meiri í þeim hópi. Þrjár deildir gæfu kost á að hafa yngstu börnin alveg sér og skapa meira næði fyrir starfsemina. Til þess þyrfti að setja upp vegg í stóra miðrýminu og stúka það af.
Rætt var um starfsemi og þróun til framtíðar, m.t.t. fjölda barna og fleira.

Skólastjóri sagði frá því að mikil ánægja væri með framkvæmdir sumarsins, við lóð og endurbætur húsnæðis. Hún sagði frá vel heppnuðu skólamálaþingi allra skóla á Snæfellsnesi, sem haldið var 2. október sl.

Leikskólastjóra var þökkuð greinargóð yfirferð og gögn.
Gestunum var þakkað fyrir komuna.

3.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 1808034Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunn- og tónlistarskóla var mættur á fundinn.
Í upphafi skólaárs voru 93 nemendur skráðir í Grunnskóla Grundarfjarðar.
Starfið hefur farið vel af stað í haust. Skólinn tók þátt í fjölmenningarverkefni með Snæfellsbæ og fyrirhugað er opið hús í næstu viku.
Skólinn hefur verið að festa teymiskennslu í sessi eins og kostur er. Yngsta stig er fremur fjölmennt en færri á mið- og unglingastigi og tekur teymiskennslan mið af því. Nýlega fékk skólinn Erasmus-plús styrk, unnið í samvinnu við fjögur lönd. Verkefnið fjallar um sjávarbyggðir á mismunandi stöðum og þau lönd sem taka þátt í verkefninu eru Pólland, Noregur, Spánn og Írland.
Í smíðastofunni er nú komin upp aðstaða fyrir snillismiðju. Til að byrja með verða nemendur á miðstigi með fasta tíma þar en stefnt er að því að flestir ef ekki allir muni fá afnot af stofunni.
Skólinn mun halda áfram samstarfi við aðra skóla á Snæfellsnesi um ýmsa viðburði. Má þar nefna List fyrir alla, fyrirlestra, skákkennslu og fleira. Einnig munu nemendur heimsækja tæknimessu á Akranesi.

Unnið var að viðhaldi í sumar, m.a. múrverk við glugga og endurbætur á þakkanti, málaðar stofur uppi, skipt um lausafög og komist var fyrir leka í gluggum þar sem slíkt var vandamál, skipt var um glugga í elsta hluta skólans (Eldhamradeild) og til stendur að klæða þann vegg, sem snýr út í sundlaugargarð. Verulegar endurbætur voru gerðar á verknámshúsi og gert við þak þess, veggur fjarlægður og skipt um gólfefni að hluta. Nú standa yfir múrviðgerðir utandyra og fleira.

Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum sem eru farnar af stað við að bæta aðstöðu fyrir gangandi umferð í nágrenni grunnskólans. Göngustígur verður lagður í gegnum Paimpol-garð, með gúmmígrindum sem undirlag, auk þess sem verið er að bæta umhverfi við gangbraut á Borgarbraut.

4.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 1808036Vakta málsnúmer

Skólastjóri grunnskóla sat fundinn áfram undir þessum lið.
Á Eldhömrum eru fjórir starfsmenn í 3,75 stöðugildum, auk þess sem starfsfólk grunnskóla kemur að kennslu og þrifum.
Starfið í Eldhömrum fer vel af stað en 18 nemendur eru skráðir í deildina í haust. Fyrir fundinum lá vikuplan Eldhamra til kynningar.
Eins og undanfarin ár fá Eldhamrar tíma í skipulagi kennara í íþróttum, sundi, smíðum, heimilisfræði og jafnvel K-Pals.

5.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 1808035Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli skólastjóri sat fundinn áfram. Einnig var mætt Linda María Nielsen deildarstjóri tónlistarskólans.
Sigurður Gísli og Linda sögðu frá starfsemi skólans.
Starfið hefur farið vel af stað það sem af er hausti. Aukning er í fjölda nemenda, en nú eru skráðir 61 nemandi. Þar af eru 5 eldri en 21 árs og 2 í framhaldsskólanum. Nemendur úr 1. og 2. bekk eru 16 talsins, ýmist í hóptímum eða 20 mínútna einkatímum. Nemendur Eldhamra koma niður í litlum hópum í tónlistarstund, einn hópur á viku í allan vetur.
Kennarar eru 4 í 3,4 stöðugildum.
Jólatónleikar verða miðvikudaginn 4. desember nk. í Grundarfjarðarkirkju. Verið er að skipuleggja heimsóknir á Dvalarheimilið í vetur. Söngur á sal hefst í næstu viku og verður 1x í mánuði í grunnskólanum. Elstu börn leikskólans munu koma í stutta heimasókn, einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn.

Skólastjóra var þakkað fyrir greinargerðina, og þeim Lindu þökkuð koman á fundinn og góðar umræður.


6.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri sagði frá stöðu vinnu við mótun stefnu fyrir Grundarfjarðarbæ. Stýrihópur fjögurra bæjarfulltrúa er að störfum. Endurskoðun fjölskyldustefnu og skólastefna koma þar m.a. til skoðunar. Í þar næstu viku verður boðað til funda með starfsfólki bæjarins, foreldraráðum, íbúum o.fl.

7.Samband íslenskra sveitafélaga - Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Málsnúmer 1910002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið 4. nóvember nk. Nefndarmenn eru hvattir til að kynna sér efni þess.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:11.