Fulltrúar menningarnefndar tóku þátt í mótun heildarstefnu 2019-2020. Nú hefur stýrihópur afgreitt stefnudrög frá sér, eftir að vinnan var sett til hliðar tímabundið.
Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að fastanefndir yfirfari og veiti umsögn um drög að stefnu bæjarins, um þau atriði sem snúa að málefnasviði hverrar nefndar. Einkum er óskað eftir tillögum nefndar um raunhæf verkefni eða aðgerðir til að vinna að þeim áherslum sem skilgreindar hafa verið í stefnunni.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skoða leiðir að vinnu við heildarstefnu, sem innihaldi m.a. þær stefnur og áætlanir sem ákveðið hefur verið að vinna að eða endurskoða.