Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir þessum lið. Lögð voru fram drög að skóladagatali Eldhamra. Til frekari vinnslu.
Endurskoðað skóladagatal lagt fram, í framhaldi af umræðu síðasta fundar. Sú breyting gerð á framlagðri útgáfu að starfsdagur 1. nóvember er tekinn út - starfsdagar verða samtals fimm yfir skólaárið. Skóladagatal Eldhamra 2019-2020 samþykkt samhljóða.
Skólastjóri grunnskóla sat fundinn áfram undir þessum lið.
Á Eldhömrum eru fjórir starfsmenn í 3,75 stöðugildum, auk þess sem starfsfólk grunnskóla kemur að kennslu og þrifum. Starfið í Eldhömrum fer vel af stað en 18 nemendur eru skráðir í deildina í haust. Fyrir fundinum lá vikuplan Eldhamra til kynningar. Eins og undanfarin ár fá Eldhamrar tíma í skipulagi kennara í íþróttum, sundi, smíðum, heimilisfræði og jafnvel K-Pals.
Sigurður Gísli sat fundinn áfram undir þessum lið. Í fyrirliggjandi minnispunktum hans kom m.a. fram:
Starfið á Eldhömrum gengur vel. Nemendur þar taka þátt í alls konar verkefnum í skólanum. Þeir hafa nýlega verið að vinna verkefni í tónlistarskólanum með Alexöndru og einnig hafa þeir verið í nokkurri íþróttakennslu í íþróttahúsi. Í janúar fer starfsfólk á námskeið í "Uppeldi til ábyrgðar" sem Leikskólinn Sólvellir ætlar að innleiða.
Að öðru leyti er vísað til umræðu undir liðum 1 og 3 á dagskránni.
Sigurður Gísli og Eydís sitja fundinn undir þessum lið í fjarfundi.
Sigurður fór yfir minnispunkta sína um starfsemina.
Á Eldhömrum eru þrír starfsmenn í 2,75 stöðugildum, en ræstingar eru þó ekki inni í þessari tölu.
Starfið fer vel af stað en 10 nemendur eru skráðir í deildina í haust.
Eins og undanfarin ár fá Eldhamrar tíma á skipulagi kennara í íþróttum, sundi, smíðum, heimilisfræði og lestrarkennslu. Hringekja með yngstu nemendum skólans hefst svo fljótlega og verður með vissu millibili í allan vetur.
Fyrir nefndinni lá ennfremur námskrá Eldhamra.
Hér vék Eydís af fundi og var henni þökkuð þátttakan.
Sigurður skólastjóri gerði grein fyrir starfsemi leikskóladeildarinnar Eldhamra.
Sigurður fór yfir starfsemi Eldhamra.
Níu nemendur eru nú á Eldhömrum og útskrifast af henni í vor. Eldhamrar eru leikskóladeild 5 ára barna, undir stjórn skólastjóra grunnskólans. Skólanámskrá þeirra tekur verulega mið af námskrá og skóladagatali yngstu nemenda grunnskóla. Börnin fá að fara í sérgreinar, eins og íþróttir í íþróttahúsi, heimilisfræði í heimilisfræðistofu, handmennt, tónlistarstund í tónlistarskólanum o.fl.
Eldhamrar og Leikskólinn Sólvellir munu gera þá breytingu á gildandi skóladagatali að sumarleyfi þeirra hefjast viku síðar en gert var ráð fyrir. Eldhamrar hefja sumarleyfi mánudaginn 28. júní og Sólvellir mánudaginn 5. júlí. Tíu nemendur koma inn í deildina á komandi hausti.
Skóladagatal Eldhamra var lagt fram, tvær útgáfur sem miða við mismunandi upphaf sumarleyfis 2022. Gert er ráð fyrir að Eldhamrar hefji störf 11. ágúst nk. og leggur skólastjóri til að sumarleyfi Eldhamra 2022 hefjist mánudaginn 27. júní. Gert er ráð fyrir 4 starfsdögum á skólaárinu.
Skólanefnd samþykkir skóladagatalið og tillögu skólastjóra.
Sigurður Gísli skólastjóri grunnskóla og Eydís fulltrúi kennara sitja fundinn undir þessum lið.
Sigurður Gísli fór yfir minnispunkta um starf Eldhamra. Þar kom m.a. fram:
Á Eldhömrum eru þrír starfsmenn í 2,80 stöðugildum. Þrif eru ekki inni í þessari tölu en skólaliðar sjá um þrifin. Starfið fer vel af stað en 11 nemendur voru skráðir í deildina í haust. Fyrir fundinum lá vikuplan og dagsskipulag Eldhamra.
Eins og undanfarin ár fá Eldhamrar tíma á skipulagi kennara í íþróttum, sundi, smíðum, heimilisfræði og lestrarkennslu. Hringekja með yngstu nemendum skólans hefst svo fljótlega og verður reglulega í allan vetur.
Fram kom að Eldhamrar halda úti Instagram fréttum sem hafa mælst vel fyrir.
Sigurður Gísli er áfram gestur undir þessum lið fundarins.
Tillaga að skóladagatali leikskóladeildarinnar Eldhamra lagt fram.
Rætt var um starf deildarinnar og samanburð við Leikskólann Sólvelli, einkum hvað varðar starfstíma (páska- og jólafrí). Í umræðum kom fram að það væri tímabært að skoða starf Eldhamradeildarinnar og rýna hvernig til hefði tekist frá stofnun hennar.
Rætt og samþykkt að dagatalið verði afgreitt endanlega af nýrri skólanefnd á sínum fyrsta fundi.