148. fundur 13. maí 2019 kl. 16:15 - 19:41 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Málefni leikskólans

Málsnúmer 1808033Vakta málsnúmer

Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Leikskólastjóri gerði grein fyrir starfi leikskólans. Fyrir lágu minnispunktar hennar og ýmis tilheyrandi gögn.
Meðal þess sem fram kom í máli Önnu var eftirfarandi:
- Nemendur í leikskólanum eru nú 47, en mun fækka í haust þegar 18 börn fara í leikskóladeildina Eldhamra.
- Síðustu aðlögun þessa skólaárs er að ljúka. Aðlögun fer nú fram þannig að tekin eru nokkur börn í einu, í staðinn fyrir eitt og eitt. Næsta aðlögun er í september.
- Leikskólastjóri hefur sótt um að leikskólinn verði heilsueflandi leikskóli, en það er verkefni á vegum Landlæknisembættisins. Markmið þess er að vinna betur með heilbrigði og velferð. Undirbúningur er farinn af stað.
- Sameiginlegt námskeið fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla á Snæfellsnesi var haldið í vor.
- Leikskólinn undirbýr nú þátttöku í "Uppeldi til ábyrgðar".
- Starfsfólk heimsótti leikskólana í Borgarnesi í liðinni viku og kynnti sér starfið þar.
- Rædd ýmis atriði sem snerta mannauðsmál og rekstur.

Farið var yfir tillögu að skóladagatali, en skólastjórar leik- og grunnskóla hafa samræmt skóladagatöl skólanna. Til frekari umræðu í skólanefnd.


2.Leikskólinn Sólvellir - Frekari opnun leikskóla yfir sumartíma

Málsnúmer 1903038Vakta málsnúmer

Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn hafði vísað til umsagnar skólanefndar og leikskólastjóra tillögu um fjögurra vikna sumarlokun í stað fimm vikna lokunar, frá og með árinu 2020 og að bæjarskrifstofa legði mat á þann kostnað sem því fylgir. Slíkt fyrirkomulag ætti að miða að því að foreldrar leikskólabarna og starfsfólk leikskóla hefði aukið val um hvenær þeir taki sumarfrí en börn fengju þó að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarfrí.

Fyrir fundinum lá kostnaðarmat skrifstofustjóra og leikskólastjóra vegna tillögunnar, með fylgigögnum.

Rætt var um málið. Til frekari skoðunar.


3.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 1808034Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni.
- Rætt var um fyrirliggjandi drög að skóladagatali grunnskóla, sem er í vinnslu.
- Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson aðstoðarskólastjóri verður í námsleyfi á næsta skólaári. Anna Kristín Magnúsdóttir verður aðstoðarskólastjóri í fjarveru hans.
- Rætt um viðgerðir á skólahúsnæði, sem fyrirhugaðar eru á árinu.
- Rætt um heilsueflandi skóla.
- Skólastjóri velti upp hugmynd um lausn á húsnæðisþörf heilsdagsskóla. Til frekari skoðunar.

4.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 1808036Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð voru fram drög að skóladagatali Eldhamra. Til frekari vinnslu.

5.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 1808035Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Skólastjóri gerði grein fyrir starfseminni.
Lögð voru fram drög að skóladagatali tónlistarskólans. Rætt um starfsdaga. Til frekari vinnslu.


6.Reglur um námsleyfi

Málsnúmer 1903013Vakta málsnúmer

Farið var yfir reglur um styrki til starfsmanna í kennaranámi, sem teknar hafa verið til endurskoðunar. Til frekari úrvinnslu hjá bæjarskrifstofu.

7.Tillaga um frían morgunmat og ávaxtaáskrift í grunnskóla

Málsnúmer 1905008Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir þessum lið.

Tillaga var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 9. maí sl. um frían morgunmat (hafragraut) og um ávaxtaáskrift í grunnskólanum. Samþykkt bæjarstjórnar var vísað til úrvinnslu hjá skólastjóra.
Lagt fram til kynningar.

8.Vinnueftirlit ríkisins, ítrekun vegna tónlistarskóla

Málsnúmer 1903024Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.

Erindi Vinnueftirlitsins var lagt fram til kynningar.
Úrvinnsla er í höndum skólastjóra.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:41.