Lögð fram tillaga Samstöðu um að boðið yrði upp á hafragraut að morgni í Grunnskóla Grundarfjarðar, nemendum að kostnaðarlausu. Jafnframt verði komið á ávaxtaáskrift. Kynnt gróf kostnaðaráætlun við breytingu á fyrirkomulagi. Gert er ráð fyrir að áskriftargjöld standi undir kostnaði við ávexti.
Til máls tóku JÓK, SÞ, HK, BÁ og UÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að boðið verði upp á hafragraut í Grunnskóla Grundarfjarðar frá hausti 2019 sem tilraunaverkefni til eins árs, sem og ávaxtaáskrift. Verkefnið yrði endurskoðað um áramót. Skólastjóra falin framkvæmd verkefnisins.
Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla og Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir þessum lið.
Tillaga var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 9. maí sl. um frían morgunmat (hafragraut) og um ávaxtaáskrift í grunnskólanum. Samþykkt bæjarstjórnar var vísað til úrvinnslu hjá skólastjóra. Lagt fram til kynningar.
Lagðir fram minnispunktar frá skólastjóra grunnskóla um framkvæmdina á haustönn varðandi hafragraut sem nemendum býðst á morgnana. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við morgunmatinn á haustönn og áætlun um kostnað við ávaxtaáskrift, sem til stendur að bjóða upp á.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram að bjóða uppá hafragraut á vorönn. Auk þess er nú í undirbúningi að koma á ávaxtaáskrift. Bæjarráð samþykkir að gjald vegna hennar verði 3.400 kr. á mánuði. Gjald vegna ávaxtaáskriftar verði endurskoðað fyrir haustönn, að fenginni reynslu.
Til máls tóku JÓK, SÞ, HK, BÁ og UÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að boðið verði upp á hafragraut í Grunnskóla Grundarfjarðar frá hausti 2019 sem tilraunaverkefni til eins árs, sem og ávaxtaáskrift. Verkefnið yrði endurskoðað um áramót. Skólastjóra falin framkvæmd verkefnisins.